Brot úr millimetra er býsna stór eining Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 11:00 Guðlaugur er kunnari sem rithöfundur en myndlistarmaður. Nú fæst hann við nýja list. Fréttablaðið/Vilhelm Guðlaugur Arason rithöfundur einbeitir sér að gerð agnarsmárra bóka, álfabóka, og opnar í dag sýningu á þeirri list í Eiðisskeri á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Guðlaugur er að sviðsetja heilt bókaherbergi með örsmáum bókum í sal inn af Bókasafni Seltjarnarness að morgni dags. Hann kveðst yfirleitt byrjaður að vinna um fimm leytið. „Það er arfur frá því ég var á sjónum í gamla daga,“ segir hann. Þá tegund myndlistar sem álfabókagerðin er hefur hann fengist við í þrjú ár og kveðst hafa orðið heltekinn af henni þegar hann byrjaði. Hafði hann einhverja fyrirmynd? „Nei, ég hef aldrei séð neitt líkt en um leið og ég fékk hugmyndina hefur örugglega einhver fengið sams konar hugmynd í Japan eða annars staðar í heiminum,“ svarar hann.Í þessari smágerðu hillu er margt kunnuglegra bóka.„Aðferðin er samsafn af því sem ég hef sankað að sér í reynslu gegnum árin. Ég hef alltaf verið að fást við bækur í einhverju formi, skera út bækur, smíða bækur, mála bækur, teikna bækur, binda inn bækur og skrifa bækur. Það tók mig langan tíma að finna aðferð til að gera þessi verk, viðeigandi efni og rétt hlutföll og ég er búinn að fara í marga hringi. Þetta er smíði, málun og útskurður og mikil nákvæmnisvinna. Brot úr millimetra er býsna stór eining. En ég hefði ekki getað gert þetta fyrir tuttugu árum, þegar tölvurnar voru frumstæðari en í dag.“ Guðlaugur er fæddur og uppalinn á Dalvík og er nýlega sestur að á höfuðborgarsvæðinu eftir um hálfrar aldar búsetu í Danmörku, Sviss og Finnlandi. Hvað kom til að hann flutti á Frónið aftur? „Nú, heldurðu það sé ekki fyrir kvenfólkið? Málið er að kona mín vann hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf en var kölluð heim og ég fylgdi með. Nú er ég orðinn „vitavörður á Dalatanga“ í Mosfellsbæ og kann ljómandi vel við mig.“Sýningin í Eiðisskeri verður opnuð í dag klukkan fimm, boðið er upp á kaffi og álfakleinur að norðan. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðlaugur Arason rithöfundur einbeitir sér að gerð agnarsmárra bóka, álfabóka, og opnar í dag sýningu á þeirri list í Eiðisskeri á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Guðlaugur er að sviðsetja heilt bókaherbergi með örsmáum bókum í sal inn af Bókasafni Seltjarnarness að morgni dags. Hann kveðst yfirleitt byrjaður að vinna um fimm leytið. „Það er arfur frá því ég var á sjónum í gamla daga,“ segir hann. Þá tegund myndlistar sem álfabókagerðin er hefur hann fengist við í þrjú ár og kveðst hafa orðið heltekinn af henni þegar hann byrjaði. Hafði hann einhverja fyrirmynd? „Nei, ég hef aldrei séð neitt líkt en um leið og ég fékk hugmyndina hefur örugglega einhver fengið sams konar hugmynd í Japan eða annars staðar í heiminum,“ svarar hann.Í þessari smágerðu hillu er margt kunnuglegra bóka.„Aðferðin er samsafn af því sem ég hef sankað að sér í reynslu gegnum árin. Ég hef alltaf verið að fást við bækur í einhverju formi, skera út bækur, smíða bækur, mála bækur, teikna bækur, binda inn bækur og skrifa bækur. Það tók mig langan tíma að finna aðferð til að gera þessi verk, viðeigandi efni og rétt hlutföll og ég er búinn að fara í marga hringi. Þetta er smíði, málun og útskurður og mikil nákvæmnisvinna. Brot úr millimetra er býsna stór eining. En ég hefði ekki getað gert þetta fyrir tuttugu árum, þegar tölvurnar voru frumstæðari en í dag.“ Guðlaugur er fæddur og uppalinn á Dalvík og er nýlega sestur að á höfuðborgarsvæðinu eftir um hálfrar aldar búsetu í Danmörku, Sviss og Finnlandi. Hvað kom til að hann flutti á Frónið aftur? „Nú, heldurðu það sé ekki fyrir kvenfólkið? Málið er að kona mín vann hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf en var kölluð heim og ég fylgdi með. Nú er ég orðinn „vitavörður á Dalatanga“ í Mosfellsbæ og kann ljómandi vel við mig.“Sýningin í Eiðisskeri verður opnuð í dag klukkan fimm, boðið er upp á kaffi og álfakleinur að norðan.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira