Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2013 06:45 Íbúar í Tacloban halda fyrir vit sér til að forðast lyktina af líkum sem liggja meðfram götum og í rústum borgarinnar. Mynd/AP Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira