Skapað undir arabískum áhrifum Starri Freyr Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 14:30 Myndlistarmaðurinn Huginn Þór Arason á vegglistaverk í Hugsmiðjunni. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hönnuður er hugmyndasmiður Hugsmiðjunnar. Mynd/Úr einkasafni Ný og spennandi Hugmyndasmiðja fyrir börn var opnuð á Kjarvalsstöðum síðasta fimmtudag. Safnið hefur í nokkur ár haft smiðju fyrir yngstu gesti sína en nýja Hugmyndasmiðjan er algjörlega endurbætt og sérhönnuð, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, hönnuðar og hugmyndasmiðs smiðjunnar. „Helsta markmið hennar er að undirstrika áherslu safnsins á yngstu gesti sína og gera safnið um leið að áhugaverðum stað fyrir börn og unglinga þar sem ímyndunaraflið er örvað. Það er búið að leggja mikla vinnu í að endurhanna smiðjuna og margir hafa lagt hönd á plóg.“ Guðfinna segist hafa lagt mikla áherslu á að skapa ævintýralega upplifun fyrir krakkana. „Þetta verður ekki eins og að koma inn í skólastofu. Hér verður skapandi rými fyrir börnin þar sem vinnan snýst ekki um hver er bestur að teikna heldur að uppgötva og gera tilraunir.“Hugmyndasmiður Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður hugmyndasmiðju á Kjar- valsstöðum sem ætluð er börnum. Mynd/GVAÍ Hugmyndasmiðjunni verður meðal annars boðið upp á innblástursbókasafn sem býr yfir úrvali forvitnilegra bóka. „Við leituðum til listamanna og skapandi fólks og spurðum hvaðan innblástur nýrra hugmynda þeirra kæmi. Þannig getum við vonandi sýnt börnum að innblástur til sköpunar getur komið hvaðan sem er.“ Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun þar sem gestir geta nálgast blöð, blýanta, reglustikur og skæri til að vinna eigin hugmyndir og vangaveltur. „Hönnun smiðjunnar er innblásin af arabískum setustofum sem innihalda alltaf lága bekki og engin borð. Það er mjög spennandi fyrir börnin að hafa engin borð heldur notum við spjöld sem þjóna sama tilgangi. Þannig geta þau setið, legið eða unnið eins og þeim finnst best.“ Í Hugmyndasmiðjunni er vegglistaverk eftir myndlistarmanninn Hugin Þór Arason sem á stóran þátt í að skapa þann ævintýraheim sem Hugmyndasmiðjan á að vera í hugum barna og annarra gesta. Þægileg aðstaða er í Hugsmiðjunni fyrir fólk á öllum aldri.Mynd/Úr einkasafniHugmyndasmiðjan er á Kjarvalsstöðum og er opin alla daga vikunnar milli kl. 10-17. Ekkert kostar inn í hana. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ný og spennandi Hugmyndasmiðja fyrir börn var opnuð á Kjarvalsstöðum síðasta fimmtudag. Safnið hefur í nokkur ár haft smiðju fyrir yngstu gesti sína en nýja Hugmyndasmiðjan er algjörlega endurbætt og sérhönnuð, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, hönnuðar og hugmyndasmiðs smiðjunnar. „Helsta markmið hennar er að undirstrika áherslu safnsins á yngstu gesti sína og gera safnið um leið að áhugaverðum stað fyrir börn og unglinga þar sem ímyndunaraflið er örvað. Það er búið að leggja mikla vinnu í að endurhanna smiðjuna og margir hafa lagt hönd á plóg.“ Guðfinna segist hafa lagt mikla áherslu á að skapa ævintýralega upplifun fyrir krakkana. „Þetta verður ekki eins og að koma inn í skólastofu. Hér verður skapandi rými fyrir börnin þar sem vinnan snýst ekki um hver er bestur að teikna heldur að uppgötva og gera tilraunir.“Hugmyndasmiður Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður hugmyndasmiðju á Kjar- valsstöðum sem ætluð er börnum. Mynd/GVAÍ Hugmyndasmiðjunni verður meðal annars boðið upp á innblástursbókasafn sem býr yfir úrvali forvitnilegra bóka. „Við leituðum til listamanna og skapandi fólks og spurðum hvaðan innblástur nýrra hugmynda þeirra kæmi. Þannig getum við vonandi sýnt börnum að innblástur til sköpunar getur komið hvaðan sem er.“ Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun þar sem gestir geta nálgast blöð, blýanta, reglustikur og skæri til að vinna eigin hugmyndir og vangaveltur. „Hönnun smiðjunnar er innblásin af arabískum setustofum sem innihalda alltaf lága bekki og engin borð. Það er mjög spennandi fyrir börnin að hafa engin borð heldur notum við spjöld sem þjóna sama tilgangi. Þannig geta þau setið, legið eða unnið eins og þeim finnst best.“ Í Hugmyndasmiðjunni er vegglistaverk eftir myndlistarmanninn Hugin Þór Arason sem á stóran þátt í að skapa þann ævintýraheim sem Hugmyndasmiðjan á að vera í hugum barna og annarra gesta. Þægileg aðstaða er í Hugsmiðjunni fyrir fólk á öllum aldri.Mynd/Úr einkasafniHugmyndasmiðjan er á Kjarvalsstöðum og er opin alla daga vikunnar milli kl. 10-17. Ekkert kostar inn í hana.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira