Rándýrt að skipta um útlending Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Akureyri þarf að bæta margt fyrir næstu leiki. fréttablaðið/daníel „Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir. „Það sem hefur verið aðalmerki liðsins síðastliðin ár eru hraðar sóknir og auðveld mörk upp úr því en það hefur ekki verið til staðar á tímabilinu.“ Akureyri missti tvo sterka leikmenn fyrir tímabilið en Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason gengu báðir til liðs við Val í sumar. „Það var vissulega mikil blóðtaka og svo er Bergvin [Gíslason] enn frá vegna meiðsla sem gerir hlutina ekki auðveldari fyrir okkur.“ Heimir Örn fékk leikheimild með Akureyri á dögunum en hann hefur spilað með 1. deildarliðinu Hömrunum á tímabilinu. „Hreinn Hauksson varð að hætta tímabundið handboltaiðkun af persónulegum ástæðum og því varð ég að koma á ný yfir í liðið til að styrkja varnarleikinn, en hann hefur alls ekki verið nægilega góður hjá okkur á tímabilinu.“ Serbinn Vladimir Zejak gekk til liðs við Akureyri fyrir tímabilið og hefur hann alls ekki staðið undir væntingum fyrir norðan. „Hann hefur ekki verið nægilega öflugur og hefur lítið haft fram að færa fyrir liðið í þessum fyrstu leikjum. Zejak er ávallt mjög góður á æfingum hjá okkur og leggur sig alltaf fram en þetta er ekki að falla fyrir hann í leikjum.“ En kemur til greina að láta leikmanninn fara? „Það er ekki svo auðvelt en það kostar um 450.000 krónur að fá leyfi fyrir leikmann í handboltanum. Þetta er ekki eins og í körfunni þar sem það gjald er mun lægra. Vonandi kemur hann til á næstu vikum.“ Akureyri mætir FH í Kaplakrika annað kvöld og þarf liðið í raun að eiga stórleik til að eiga möguleika í spræka Hafnfirðinga. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir. „Það sem hefur verið aðalmerki liðsins síðastliðin ár eru hraðar sóknir og auðveld mörk upp úr því en það hefur ekki verið til staðar á tímabilinu.“ Akureyri missti tvo sterka leikmenn fyrir tímabilið en Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason gengu báðir til liðs við Val í sumar. „Það var vissulega mikil blóðtaka og svo er Bergvin [Gíslason] enn frá vegna meiðsla sem gerir hlutina ekki auðveldari fyrir okkur.“ Heimir Örn fékk leikheimild með Akureyri á dögunum en hann hefur spilað með 1. deildarliðinu Hömrunum á tímabilinu. „Hreinn Hauksson varð að hætta tímabundið handboltaiðkun af persónulegum ástæðum og því varð ég að koma á ný yfir í liðið til að styrkja varnarleikinn, en hann hefur alls ekki verið nægilega góður hjá okkur á tímabilinu.“ Serbinn Vladimir Zejak gekk til liðs við Akureyri fyrir tímabilið og hefur hann alls ekki staðið undir væntingum fyrir norðan. „Hann hefur ekki verið nægilega öflugur og hefur lítið haft fram að færa fyrir liðið í þessum fyrstu leikjum. Zejak er ávallt mjög góður á æfingum hjá okkur og leggur sig alltaf fram en þetta er ekki að falla fyrir hann í leikjum.“ En kemur til greina að láta leikmanninn fara? „Það er ekki svo auðvelt en það kostar um 450.000 krónur að fá leyfi fyrir leikmann í handboltanum. Þetta er ekki eins og í körfunni þar sem það gjald er mun lægra. Vonandi kemur hann til á næstu vikum.“ Akureyri mætir FH í Kaplakrika annað kvöld og þarf liðið í raun að eiga stórleik til að eiga möguleika í spræka Hafnfirðinga.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira