Rándýrt að skipta um útlending Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Akureyri þarf að bæta margt fyrir næstu leiki. fréttablaðið/daníel „Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir. „Það sem hefur verið aðalmerki liðsins síðastliðin ár eru hraðar sóknir og auðveld mörk upp úr því en það hefur ekki verið til staðar á tímabilinu.“ Akureyri missti tvo sterka leikmenn fyrir tímabilið en Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason gengu báðir til liðs við Val í sumar. „Það var vissulega mikil blóðtaka og svo er Bergvin [Gíslason] enn frá vegna meiðsla sem gerir hlutina ekki auðveldari fyrir okkur.“ Heimir Örn fékk leikheimild með Akureyri á dögunum en hann hefur spilað með 1. deildarliðinu Hömrunum á tímabilinu. „Hreinn Hauksson varð að hætta tímabundið handboltaiðkun af persónulegum ástæðum og því varð ég að koma á ný yfir í liðið til að styrkja varnarleikinn, en hann hefur alls ekki verið nægilega góður hjá okkur á tímabilinu.“ Serbinn Vladimir Zejak gekk til liðs við Akureyri fyrir tímabilið og hefur hann alls ekki staðið undir væntingum fyrir norðan. „Hann hefur ekki verið nægilega öflugur og hefur lítið haft fram að færa fyrir liðið í þessum fyrstu leikjum. Zejak er ávallt mjög góður á æfingum hjá okkur og leggur sig alltaf fram en þetta er ekki að falla fyrir hann í leikjum.“ En kemur til greina að láta leikmanninn fara? „Það er ekki svo auðvelt en það kostar um 450.000 krónur að fá leyfi fyrir leikmann í handboltanum. Þetta er ekki eins og í körfunni þar sem það gjald er mun lægra. Vonandi kemur hann til á næstu vikum.“ Akureyri mætir FH í Kaplakrika annað kvöld og þarf liðið í raun að eiga stórleik til að eiga möguleika í spræka Hafnfirðinga. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir. „Það sem hefur verið aðalmerki liðsins síðastliðin ár eru hraðar sóknir og auðveld mörk upp úr því en það hefur ekki verið til staðar á tímabilinu.“ Akureyri missti tvo sterka leikmenn fyrir tímabilið en Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason gengu báðir til liðs við Val í sumar. „Það var vissulega mikil blóðtaka og svo er Bergvin [Gíslason] enn frá vegna meiðsla sem gerir hlutina ekki auðveldari fyrir okkur.“ Heimir Örn fékk leikheimild með Akureyri á dögunum en hann hefur spilað með 1. deildarliðinu Hömrunum á tímabilinu. „Hreinn Hauksson varð að hætta tímabundið handboltaiðkun af persónulegum ástæðum og því varð ég að koma á ný yfir í liðið til að styrkja varnarleikinn, en hann hefur alls ekki verið nægilega góður hjá okkur á tímabilinu.“ Serbinn Vladimir Zejak gekk til liðs við Akureyri fyrir tímabilið og hefur hann alls ekki staðið undir væntingum fyrir norðan. „Hann hefur ekki verið nægilega öflugur og hefur lítið haft fram að færa fyrir liðið í þessum fyrstu leikjum. Zejak er ávallt mjög góður á æfingum hjá okkur og leggur sig alltaf fram en þetta er ekki að falla fyrir hann í leikjum.“ En kemur til greina að láta leikmanninn fara? „Það er ekki svo auðvelt en það kostar um 450.000 krónur að fá leyfi fyrir leikmann í handboltanum. Þetta er ekki eins og í körfunni þar sem það gjald er mun lægra. Vonandi kemur hann til á næstu vikum.“ Akureyri mætir FH í Kaplakrika annað kvöld og þarf liðið í raun að eiga stórleik til að eiga möguleika í spræka Hafnfirðinga.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira