Á rennandi blautum ullarsokkunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. nóvember 2013 13:00 Flest stærstu fyrirtæki landsins nýttu sér þjónustu Rafskinnu, enda nutu auglýsingasýningarnar gríðarlegra vinsælda. Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. Rafskinna setti mikinn svip á bæjarlífið um miðbi k síðustu aldar, en hún var alfarið hugmynd Gunnars Bachmann sem fékk innblástur að henni í París og lét smíða bókina hér heima. Tvisvar á ári var Rafskinna sett niður við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur og þar gat fólk séð auglýsingar flettast sjálfkrafa í þessari rafknúnu bók sem kölluð var töfrabókin,“ útskýrir Hrefna Bachmann, barnabarn Gunnars Bachmann, sem var eigandi, hugmynda- og textasmiður Rafskinnu. „Afi fór til Parísar árið 1932 og sá þar svipaða bók, kom heim og lét smíða þessa hjá blikksmiðju í Reykjavík,“ heldur Hrefna áfram. „Þetta var algjör nýjung í bæjarlífinu á þessum tíma og fólk kom bara „á rennandi blautum ullarsokkunum“, eins og var sagt í einhverri blaðagrein frá þessum tíma, til að skoða dýrðina. Mamma man eftir því að hafa verið þarna uppáklædd að skoða auglýsingarnar og svo var farið á eftir og keyptur ís, þetta var hálfgerð hátíð.“ Teiknarar Rafskinnu voru þeir Tryggvi Magnússon, sem teiknaði frá 1933-1943 og Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, sem tók við af Tryggva og teiknaði þar til Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn árið 1957. „Bókin var sett upp tvisvar á ári, fyrir jól og páska, alveg frá 1933 til 1957,“ segir Hrefna. „Afi dó svo 1957 og eftir það lögðust sýningarnar niður.“ Auk sýningarinnar í Galleríi Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn frá og með næsta þriðjudegi. Í tilefni af sýningunni hafa verið gerðar eftirprentanir af völdum myndum úr Rafskinnu auk þess sem hægt verður að festa kaup á póstkortum með myndum úr henni. Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. Rafskinna setti mikinn svip á bæjarlífið um miðbi k síðustu aldar, en hún var alfarið hugmynd Gunnars Bachmann sem fékk innblástur að henni í París og lét smíða bókina hér heima. Tvisvar á ári var Rafskinna sett niður við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur og þar gat fólk séð auglýsingar flettast sjálfkrafa í þessari rafknúnu bók sem kölluð var töfrabókin,“ útskýrir Hrefna Bachmann, barnabarn Gunnars Bachmann, sem var eigandi, hugmynda- og textasmiður Rafskinnu. „Afi fór til Parísar árið 1932 og sá þar svipaða bók, kom heim og lét smíða þessa hjá blikksmiðju í Reykjavík,“ heldur Hrefna áfram. „Þetta var algjör nýjung í bæjarlífinu á þessum tíma og fólk kom bara „á rennandi blautum ullarsokkunum“, eins og var sagt í einhverri blaðagrein frá þessum tíma, til að skoða dýrðina. Mamma man eftir því að hafa verið þarna uppáklædd að skoða auglýsingarnar og svo var farið á eftir og keyptur ís, þetta var hálfgerð hátíð.“ Teiknarar Rafskinnu voru þeir Tryggvi Magnússon, sem teiknaði frá 1933-1943 og Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, sem tók við af Tryggva og teiknaði þar til Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn árið 1957. „Bókin var sett upp tvisvar á ári, fyrir jól og páska, alveg frá 1933 til 1957,“ segir Hrefna. „Afi dó svo 1957 og eftir það lögðust sýningarnar niður.“ Auk sýningarinnar í Galleríi Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn frá og með næsta þriðjudegi. Í tilefni af sýningunni hafa verið gerðar eftirprentanir af völdum myndum úr Rafskinnu auk þess sem hægt verður að festa kaup á póstkortum með myndum úr henni.
Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira