Ný hugsun í skipulagsmálum Halldór Halldórsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. sunnudag var komið inn á skipulagsmál sem eru að mínu mati gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þar gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni að hugsa yrði hlutina upp á nýtt varðandi þéttingu byggðar en ég var þeirrar skoðunar áður en samkomulag um að fresta málum varðandi Reykjavíkurflugvöll til 2022 var undirritað í síðustu viku. Það er nauðsynlegt vegna umferðarmála að sem best takist til við þéttingu byggðar. Miðað við þá íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum er ljóst að gatnakerfið tekur ekki við umferðaraukningu í samræmi við þá fjölgun ef allir eiga að vera á bílum. Þess vegna ganga hugmyndir um að 80% uppbyggingar verði vestan línu um Elliðaár ekki upp í mínum huga. Hugmyndir í drögum að nýju aðalskipulagi um eflingu hverfanna með flesta ef ekki alla þjónustu innan þeirra og aukna möguleika á að íbúar í hverju hverfi geti sótt sína atvinnu í sínu hverfi tel ég vera jákvæðar. Ef vel tekst til getur það dregið nokkuð úr þörf fyrir enn frekari umferðarmannvirki sem lítið pláss er fyrir í borginni. Það gefur okkur möguleika til að úthluta enn fleiri lóðum í úthverfum fyrir fólk sem vill búa í einbýli frekar en fjölbýli. Það er mikilvægt að geta valið. Í tengslum við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru léttlestir til skoðunar og er það mjög áhugaverð nálgun. Erlendis eru sambærilegar borgir eða svæði hvað mannfjölda varðar að leysa sín samgöngumál með slíkum lestum. Í borgarsamfélagi þurfa almenningssamgöngur að vera skilvirkar, tíðar og áreiðanlegar. Þannig verður til raunverulegt val á móti bílnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. sunnudag var komið inn á skipulagsmál sem eru að mínu mati gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þar gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni að hugsa yrði hlutina upp á nýtt varðandi þéttingu byggðar en ég var þeirrar skoðunar áður en samkomulag um að fresta málum varðandi Reykjavíkurflugvöll til 2022 var undirritað í síðustu viku. Það er nauðsynlegt vegna umferðarmála að sem best takist til við þéttingu byggðar. Miðað við þá íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum er ljóst að gatnakerfið tekur ekki við umferðaraukningu í samræmi við þá fjölgun ef allir eiga að vera á bílum. Þess vegna ganga hugmyndir um að 80% uppbyggingar verði vestan línu um Elliðaár ekki upp í mínum huga. Hugmyndir í drögum að nýju aðalskipulagi um eflingu hverfanna með flesta ef ekki alla þjónustu innan þeirra og aukna möguleika á að íbúar í hverju hverfi geti sótt sína atvinnu í sínu hverfi tel ég vera jákvæðar. Ef vel tekst til getur það dregið nokkuð úr þörf fyrir enn frekari umferðarmannvirki sem lítið pláss er fyrir í borginni. Það gefur okkur möguleika til að úthluta enn fleiri lóðum í úthverfum fyrir fólk sem vill búa í einbýli frekar en fjölbýli. Það er mikilvægt að geta valið. Í tengslum við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru léttlestir til skoðunar og er það mjög áhugaverð nálgun. Erlendis eru sambærilegar borgir eða svæði hvað mannfjölda varðar að leysa sín samgöngumál með slíkum lestum. Í borgarsamfélagi þurfa almenningssamgöngur að vera skilvirkar, tíðar og áreiðanlegar. Þannig verður til raunverulegt val á móti bílnum.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar