Töff heild og tælandi söngur Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:30 Komdu til mín svarta systir er fjórða plata Mammút. Komdu til mín svarta systir Mammút Record Records Tónlist Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mammút hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð töluvert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er annars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tvímælalaust ein af plötum ársins. Niðurstaða: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Komdu til mín svarta systir Mammút Record Records Tónlist Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mammút hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð töluvert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er annars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tvímælalaust ein af plötum ársins. Niðurstaða: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira