Nóa Síríus-kúgunin sögð aumkunarverð Stígur Helgason skrifar 26. október 2013 07:00 Mennirnir tveir földu sig á bak við dagblöð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust. Mál Sigga hakkara Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira