Mjög skemmtilegt að skora í þessum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 07:00 Atvinnumannaferill Söru Bjarkar Gunnarsdóttur byrjar vel. Frábær leikmaður í frábæru liði. Mynd/AFP Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði seinna mark Ldb Malmö þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í gær. Hún og Þóra Björg Helgadóttir eru lykilmenn í frábæru Malmö-liði sem vann sænsku deildina með sannfærandi hætti þar sem liðið hefur unnið alla tíu leiki sína eftir EM-frí með markatölunni 28-4. „Það má alveg segja að við séum langbestar því við vorum með sex stiga forskot þegar það voru tveir leikir eftir. Síðasti leikurinn er útileikur á móti Mallbacken en við vorum staðráðnar að klára þetta í dag,“ sagði Sara Björk kát. Sara Björk og Þóra fögnuðu vel í leikslok og var meðal annars sungið fyrir ljósmyndara og myndatökumenn inni í sturtu. Stelpurnar settu líka allar upp gullhatta í tilefni af titlinum. „Við fengum ekki bikarinn í dag en þetta var samt sætt í leikslok. Við fáum bikarinn bara í Mallbacken. Þetta var mjög skemmtilegt og við erum enn þá að fagna því liðið er allt saman úti að borða,“ sagði Sara. Sara skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hefur skorað átta deildarmörk á tímabilinu og er fjórði markahæsti leikmaður liðsins á eftir stjörnuframherjunum Önju Mittag (Þýskaland), Ramonu Bachmann (Sviss) og Manon Melis (Holland). „Það var mjög skemmtilegt að skora í þessum leik. Okkur dugði jafntefli líka en við tryggðum okkur sigurinn með sannfærandi hætti,“ sagði Sara. „Þetta var gott tímabil hjá mér og okkar lið hefur heldur aldrei verið betra þann tíma sem ég hef verið hjá Malmö. Þessi titill er virkilega verðskuldaður. Ég er mjög ánægð með að hafa haldið sætinu mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Sara. „Það var dramatískt hvernig við misstum af titlinum í lokin í fyrra en við lærðum virkilega af því og erum miklu betra fótboltalið í ár,“ sagði Sara. Þóra hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum. Þóra hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum því hún varð átta sinnum meistari með Breiðabliki og KR heima á Íslandi. Það er þegar ljóst að íslensku landsliðskonurnar spila ekki með LDB Malmö á næsta tímabili því sænsku meistararnir munu nefnilega breyta nafninu sínu yfir í FC Rosengård. Áður munu þær þó reyna að komast sem lengst í Meistaradeildinni en fram undan er leikur við norska liðið Lilleström í næstu viku.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira