Bleika herraslaufan vinsæl Elín Albertsdóttir skrifar 10. október 2013 00:00 Daníel Ingvarsson og Theódór Ágúst Magnússon sitja við sauma. mynd/anton Bleiki dagurinn er á morgun en sá litur er baráttulitur októbermánaðar. Þeir sem vilja taka þátt í deginum geta til dæmis skreytt sig með bleikri slaufu. Framhaldsskólanemendurnir Theódór Ágúst Magnússon og Daníel Ingvarsson byrjuðu að sauma herraslaufur fyrir jólin í fyrra. Eftirspurnin varð þvílík að nú hafa þeir opnað vefverslun, 104.is, og í október bjóða þeir bleikar slaufur. Ágóðinn rennur til Krabbameinsfélagsins. Theódór segir að þar sem október sé tileinkaður árvekni gegn brjóstakrabbameini og bleikur litur sé tákn þess hafi þeir félagarnir tekið þessa ákvörðun og slaufunum hefur verið vel tekið. „Karlmenn eru alveg óhræddir við að bera bleika slaufu,“ segir hann. „Við höfum nýlega sett upp vefverslunina 104.is og þar má skoða bæði bleiku slaufurnar og aðrar sem við höfum framleitt. Við sérsaumum einnig fyrir þá sem vilja en þá er best að hafa samband við okkur á Facebook-síðunni 104 slaufur.“ Það er mikið í tísku um þessar mundir að ganga með slaufu í stað bindis. Þeim Theódór og Daníel fannst úrvalið ekki nægjanlegt í verslunum þegar þeir hófu að sauma slaufur í fyrra og þeir hafa sannarlega fundið fyrir því. Auk þess stilla þeir verðinu í hóf þannig að námsmenn hafi ráð á þeim. Þeir fengu strax viðbrögð og litla fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á einu ári. „Við erum báðir í námi en sitjum við á kvöldin og fram eftir nóttu við saumaskapinn,“ útskýrir Theódór. „Í fyrstu ætluðum við einungis að sauma slaufur á vini okkar en þetta hefur heldur betur undið upp á sig.“ Strákarnir telja að slaufurnar, sem eru í margs konar litum og efnistegundum, höfði jafnt til yngri sem eldri herramanna. Þeim þykir starfið skemmtilegt og reyna að hafa slaufurnar með mismunandi mynstrum þannig að sem fæstar séu eins. „Við viljum að allir fái sína einstöku slaufu.“ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Bleiki dagurinn er á morgun en sá litur er baráttulitur októbermánaðar. Þeir sem vilja taka þátt í deginum geta til dæmis skreytt sig með bleikri slaufu. Framhaldsskólanemendurnir Theódór Ágúst Magnússon og Daníel Ingvarsson byrjuðu að sauma herraslaufur fyrir jólin í fyrra. Eftirspurnin varð þvílík að nú hafa þeir opnað vefverslun, 104.is, og í október bjóða þeir bleikar slaufur. Ágóðinn rennur til Krabbameinsfélagsins. Theódór segir að þar sem október sé tileinkaður árvekni gegn brjóstakrabbameini og bleikur litur sé tákn þess hafi þeir félagarnir tekið þessa ákvörðun og slaufunum hefur verið vel tekið. „Karlmenn eru alveg óhræddir við að bera bleika slaufu,“ segir hann. „Við höfum nýlega sett upp vefverslunina 104.is og þar má skoða bæði bleiku slaufurnar og aðrar sem við höfum framleitt. Við sérsaumum einnig fyrir þá sem vilja en þá er best að hafa samband við okkur á Facebook-síðunni 104 slaufur.“ Það er mikið í tísku um þessar mundir að ganga með slaufu í stað bindis. Þeim Theódór og Daníel fannst úrvalið ekki nægjanlegt í verslunum þegar þeir hófu að sauma slaufur í fyrra og þeir hafa sannarlega fundið fyrir því. Auk þess stilla þeir verðinu í hóf þannig að námsmenn hafi ráð á þeim. Þeir fengu strax viðbrögð og litla fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á einu ári. „Við erum báðir í námi en sitjum við á kvöldin og fram eftir nóttu við saumaskapinn,“ útskýrir Theódór. „Í fyrstu ætluðum við einungis að sauma slaufur á vini okkar en þetta hefur heldur betur undið upp á sig.“ Strákarnir telja að slaufurnar, sem eru í margs konar litum og efnistegundum, höfði jafnt til yngri sem eldri herramanna. Þeim þykir starfið skemmtilegt og reyna að hafa slaufurnar með mismunandi mynstrum þannig að sem fæstar séu eins. „Við viljum að allir fái sína einstöku slaufu.“
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira