Menning

Nöfnurnar spila saman

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sigrún og Sigrún Kynna nýjar útsetningar.
Sigrún og Sigrún Kynna nýjar útsetningar.
Fiðluleikararnir Sigrún Harðardóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir ætla að kynna nýjar útsetningar á íslenskum þjóðlögum í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, föstudag, klukkan 17.



„Ég fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna að útsetningum íslenskra þjóðlaga fyrir einleiksfiðlu og fiðludúó og hef unnið við þær í sumar. Nú ætlum við nöfnurnar að kynna þær,“ segir Sigrún Harðardóttir, sem nú nemur fiðluleik við University of Denver í Colorado. Hún tekur fram að kynningin taki um 30 mínútur og að allir séu velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.