Berjast með alvöru vopnum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 31. ágúst 2013 08:00 Arnfríður tók þátt í 20.000 manna samkomu í Bandaríkjunum þar sem tekist var á með vopnum. mynd/arnfríður Arnfríður Ingvarsdóttir skylmist við félaga sinn í miðaldaklúbbnum Klakavirki.mynd/daníel Við erum fullorðið fólk að leika okkur,“ segir Arnfríður Ingvarsdóttir forritari þegar hún er spurð út í áhugamál sitt. Hún er meðlimur í SCA Klakavirki, áhugamannafélagi um mannlíf á miðöldum. Félagið er hluti af alþjóðlegum félagsskap, SCA, sem stofnaður var í Bandaríkjunum. „Markmiðið er að hittast, klæða okkur upp og upplifa miðaldir, með ákveðnum nútímaþægindum þó, eins og heitu kaffi og súkkulaði,“ segir Arnfríður. „Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 600 til 1600 og yfirleitt búa félagsmenn búningana til sjálfir og smíða vopn og brynjur. Þegar búið er að klæða sig upp eru stundaðar skylmingar, bogfimi, burtreiðar og fleira,“ útskýrir hún. Tilheyra ríkinu Drachenwald Íslenski hópurinn á upphaf sitt að rekja til herstöðvarinnar í Keflavík. Hann hafði legið í dvala í tvö ár þegar Arnfríður endurvakti hann ásamt fleirum árið 2007. Löndunum sem taka þátt um allan heim er skipt upp í konungsríki og tilheyrir Ísland konungsríkinu Drachenwald, eða Ríki Svarta drekans. Snýst SCA þá um lifandi hlutverkaleik? „Þetta er ekki LARP þó að margt sem við gerum sé svipað. Við stöndum ekki með teninga í hendinni til að ákvarða hluti eða hendum töfralyfi á fólk. Allar skylmingar og allir bardagar sem sjást hjá okkur eru eins raunverulegir og við getum gert þá án þess að senda nokkurn mann upp á sjúkrahús. Við notum alvöru vopn og við förum eftir ströngum öryggisreglum.“Grúskarar upp til hópa Skylmingarnar vöktu áhuga Arnfríðar á félaginu en hún smíðaði sjálf sverðið sitt og brynju. „Ég dvaldi þrjá mánuði í smiðju í Bandaríkjunum fyrir þremur árum og smíðaði mér hjálm, sverð, hlífar og brynju. En ég sæki líka í söguna og í félagsskapinn en maður kynnist fólki um allan heim. Það má segja að þetta séu grúskarar upp til hópa,“ segir Arnfríður.Fræg fyrir matarveislur Hún reynir að sækja alþjóðlegar samkomur einu sinni til tvisvar á ári og hefur meðal annars farið á 20.000 manna samkomu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem hún tók þátt í stríði. „Þar var ég troðin undir í hamaganginum en það var rosalega gaman,“ segir hún. „Okkar félag heldur samkomur þrisvar á ári og við erum orðin fræg fyrir matarveislurnar okkar. Við leitum uppi uppskriftir frá miðöldum og notum íslenskt hráefni til að endurskapa réttina. Næsta samkoma verður 11.-13. október í Skagafirði,“ segir Arnfríður. Hún segir áhugafólk um miðaldir meira en velkomið í félagið og er upplýsingar að finna á vefsíðunum www.sca.org og á www.scaklakavirki.net. Þá er Klakavirki með opna grúppu á Facebook. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Arnfríður Ingvarsdóttir skylmist við félaga sinn í miðaldaklúbbnum Klakavirki.mynd/daníel Við erum fullorðið fólk að leika okkur,“ segir Arnfríður Ingvarsdóttir forritari þegar hún er spurð út í áhugamál sitt. Hún er meðlimur í SCA Klakavirki, áhugamannafélagi um mannlíf á miðöldum. Félagið er hluti af alþjóðlegum félagsskap, SCA, sem stofnaður var í Bandaríkjunum. „Markmiðið er að hittast, klæða okkur upp og upplifa miðaldir, með ákveðnum nútímaþægindum þó, eins og heitu kaffi og súkkulaði,“ segir Arnfríður. „Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 600 til 1600 og yfirleitt búa félagsmenn búningana til sjálfir og smíða vopn og brynjur. Þegar búið er að klæða sig upp eru stundaðar skylmingar, bogfimi, burtreiðar og fleira,“ útskýrir hún. Tilheyra ríkinu Drachenwald Íslenski hópurinn á upphaf sitt að rekja til herstöðvarinnar í Keflavík. Hann hafði legið í dvala í tvö ár þegar Arnfríður endurvakti hann ásamt fleirum árið 2007. Löndunum sem taka þátt um allan heim er skipt upp í konungsríki og tilheyrir Ísland konungsríkinu Drachenwald, eða Ríki Svarta drekans. Snýst SCA þá um lifandi hlutverkaleik? „Þetta er ekki LARP þó að margt sem við gerum sé svipað. Við stöndum ekki með teninga í hendinni til að ákvarða hluti eða hendum töfralyfi á fólk. Allar skylmingar og allir bardagar sem sjást hjá okkur eru eins raunverulegir og við getum gert þá án þess að senda nokkurn mann upp á sjúkrahús. Við notum alvöru vopn og við förum eftir ströngum öryggisreglum.“Grúskarar upp til hópa Skylmingarnar vöktu áhuga Arnfríðar á félaginu en hún smíðaði sjálf sverðið sitt og brynju. „Ég dvaldi þrjá mánuði í smiðju í Bandaríkjunum fyrir þremur árum og smíðaði mér hjálm, sverð, hlífar og brynju. En ég sæki líka í söguna og í félagsskapinn en maður kynnist fólki um allan heim. Það má segja að þetta séu grúskarar upp til hópa,“ segir Arnfríður.Fræg fyrir matarveislur Hún reynir að sækja alþjóðlegar samkomur einu sinni til tvisvar á ári og hefur meðal annars farið á 20.000 manna samkomu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, þar sem hún tók þátt í stríði. „Þar var ég troðin undir í hamaganginum en það var rosalega gaman,“ segir hún. „Okkar félag heldur samkomur þrisvar á ári og við erum orðin fræg fyrir matarveislurnar okkar. Við leitum uppi uppskriftir frá miðöldum og notum íslenskt hráefni til að endurskapa réttina. Næsta samkoma verður 11.-13. október í Skagafirði,“ segir Arnfríður. Hún segir áhugafólk um miðaldir meira en velkomið í félagið og er upplýsingar að finna á vefsíðunum www.sca.org og á www.scaklakavirki.net. Þá er Klakavirki með opna grúppu á Facebook.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira