Margt býr í tóminu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2013 11:00 "Það er spennandi að taka eitthvað risastórt eins og tómið og fjalla um það á einfaldan og skemmtilegan hátt,“ segir Ragnheiður Harpa. Tómið -fjölskyldusýning er í líkingu við ljóðakvöld þar sem hver fjölskyldumeðlimur ber fram sína sýn á tómið. Þetta er svona afsökun til að koma saman og búa til smá leikrit. Það er spennandi að taka eitthvað risastórt eins og tómið og fjalla um það á einfaldan og skemmtilegan hátt. Samt ekkert skrifað handrit,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um atriði sitt í Iðnó á opnunardegi leiklistarhátíðarinnar Lókals, 28. ágúst. „Við systkinin erum fjögur, fæddumst á sex árum og erum mjög lík,“ segir Ragnheiður og sýnir fjölskyldumynd sem hún segir vera útgangspunkt á sýningunni. Þar sjást faðir hennar, Leifur Björn Björnsson, móðirin Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir og börnin í aldursröð: Ragnheiður Harpa, Rakel, Viktor og Íris. „Þráðurinn er þessi mynd sem var tekin fyrir fimmtán árum, rétt áður en við fluttum heim frá Bandaríkjunum. Við erum svolítið að endurskapa hana og fylla upp í minningarnar sem tengjast henni þar sem um tóm er að ræða. Leikum okkur að því hvernig fjölskyldan er eins og móðurskip þar sem hver og einn er með sinn karakter og allir svífa saman út í tómið þar sem óvissan bíður, hver með sitt sjálf en samt hluti af heild.“ Ragnheiður er elst systkinanna. Hún hefur samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga en segir aðra í fjölskyldunni ekki vera í leikhúsi að staðaldri. „Mamma er fjölmiðlafræðingur, kennari og nuddari, pabbi er tölvunarfræðingur og saman reka þau fyrirtæki. Eldri systir mín er söngkona, bróðir minn er dansari og litla systir er rétt að klára menntaskóla og veit ekkert hvað hún vill gera. Það er spennandi og alger óvissa sem hægt er að tengja við tómið,“ bendir Ragnheiður á og segir gesti líka koma við sögu í sýningunni – rétt eins og í kaffiboði. „Við fléttum líka inn í gamaldags söngskemmtun,“ upplýsir hún. Augun hvarfla að myndinni sem sýningin byggist á. „Allir þessir litlu ljósu kollar ætla að fara að fjalla um tómið sem getur verið svo myrkt og magnað en um leið fallegt og hversdagslegt því það er allt í kringum okkur. Við getum hugsað okkur tómt glas eða tómt hús – já, það á vel við því öll börnin eru flutt að heiman,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við hlæjandi: „En það gæti verið áhugavert að endurtaka myndatökuna núna. Íris er orðin stærst af okkur öllum og ég mundi líklega ekkert sjást á nýju myndinni.“ Alvarleg aftur: „Svona er hægt að tvinna inn í þetta endalausar myndir… Það er svo margt sem býr í tóminu.“ Á vefnum www.lokal.is er hægt að fræðast um hátíðina í heild. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tómið -fjölskyldusýning er í líkingu við ljóðakvöld þar sem hver fjölskyldumeðlimur ber fram sína sýn á tómið. Þetta er svona afsökun til að koma saman og búa til smá leikrit. Það er spennandi að taka eitthvað risastórt eins og tómið og fjalla um það á einfaldan og skemmtilegan hátt. Samt ekkert skrifað handrit,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um atriði sitt í Iðnó á opnunardegi leiklistarhátíðarinnar Lókals, 28. ágúst. „Við systkinin erum fjögur, fæddumst á sex árum og erum mjög lík,“ segir Ragnheiður og sýnir fjölskyldumynd sem hún segir vera útgangspunkt á sýningunni. Þar sjást faðir hennar, Leifur Björn Björnsson, móðirin Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir og börnin í aldursröð: Ragnheiður Harpa, Rakel, Viktor og Íris. „Þráðurinn er þessi mynd sem var tekin fyrir fimmtán árum, rétt áður en við fluttum heim frá Bandaríkjunum. Við erum svolítið að endurskapa hana og fylla upp í minningarnar sem tengjast henni þar sem um tóm er að ræða. Leikum okkur að því hvernig fjölskyldan er eins og móðurskip þar sem hver og einn er með sinn karakter og allir svífa saman út í tómið þar sem óvissan bíður, hver með sitt sjálf en samt hluti af heild.“ Ragnheiður er elst systkinanna. Hún hefur samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga en segir aðra í fjölskyldunni ekki vera í leikhúsi að staðaldri. „Mamma er fjölmiðlafræðingur, kennari og nuddari, pabbi er tölvunarfræðingur og saman reka þau fyrirtæki. Eldri systir mín er söngkona, bróðir minn er dansari og litla systir er rétt að klára menntaskóla og veit ekkert hvað hún vill gera. Það er spennandi og alger óvissa sem hægt er að tengja við tómið,“ bendir Ragnheiður á og segir gesti líka koma við sögu í sýningunni – rétt eins og í kaffiboði. „Við fléttum líka inn í gamaldags söngskemmtun,“ upplýsir hún. Augun hvarfla að myndinni sem sýningin byggist á. „Allir þessir litlu ljósu kollar ætla að fara að fjalla um tómið sem getur verið svo myrkt og magnað en um leið fallegt og hversdagslegt því það er allt í kringum okkur. Við getum hugsað okkur tómt glas eða tómt hús – já, það á vel við því öll börnin eru flutt að heiman,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við hlæjandi: „En það gæti verið áhugavert að endurtaka myndatökuna núna. Íris er orðin stærst af okkur öllum og ég mundi líklega ekkert sjást á nýju myndinni.“ Alvarleg aftur: „Svona er hægt að tvinna inn í þetta endalausar myndir… Það er svo margt sem býr í tóminu.“ Á vefnum www.lokal.is er hægt að fræðast um hátíðina í heild.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira