Gleðilega hátíð! Sóley Tómasdóttir skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Hinsegin dagar hefjast í dag. Hápunktur þeirra verður gleðigangan á laugardag. Þá fögnum við því að fólk er svona, hinsegin og þannig, allskonar, þessháttar, einstakt og meiriháttar. Þá fögnum við líka viðhorfsbreytingu í samfélaginu og sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transgender fólks. Breytingarnar áttu sér ekki stað í gamla daga og þær komu ekki af sjálfu sér. Þvert á móti hafa þær verið að eiga sér stað á undanförnum mánuðum, misserum, árum og áratugum. Heiðurinn af breytingunum á að fara óskiptur til þess hugrakka og sterka fólks sem gegnum tíðina hefur verið það sjálft, talað upphátt, staðið á sínu og hvert með öðru. Fólkið sem þoldi mótlæti og óþverraskap í daglegu lífi, bæði frá ókunnugum og nákomnum, fyrir það eitt að vera það sjálft. Fólkið sem upplýsti og sannfærði samfélagið um mikilvægi sjálfsagðra mannréttinda. Um leið og við Íslendingar megum vera stolt og glöð yfir okkar fjölbreytta samfélagi verðum við að halda áfram. Við verðum að vinna í þeim úreltu viðhorfum sem enn fyrirfinnast í menningunni okkar. Við verðum að brjóta upp staðalmyndir um hefðbundin kynhlutverk, um áhugamál stelpna og stráka, um útlit, kynhegðun og allt hitt sem við ýmist eigum eða eigum ekki að tileinka okkur til að falla í hópinn. Hinsegin dagar eiga að vera okkur hvatning til að breyta alla hina daga ársins. Reykjavíkurborg getur lagt enn ríkari áherslu á að efla sjálfstæði og gagnrýna hugsun hjá börnum og unglingum, hún getur lagt ríkari áherslu á jöfn tækifæri sem vinnuveitandi og hún getur tryggt fordómalausa og góða þjónustu við alla borgarbúa. Þannig á það að vera og sem borgarfulltrúi heiti ég að beita mér fyrir því. Í stað þess að eltast við úr sér gengnar staðalmyndir um hvítar gagnkynhneigðar vísitölufjölskyldur sem hámark hamingjunnar skulum við gleðjast yfir fjölbreytileikanum. Takmarkið hlýtur að vera hamingja, sátt og samlyndi, að fólk megi vera eins og það vill og með þeim sem það vill – að það virði og skilji þarfir og mörk hvers annars og njóti þess að vera til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar hefjast í dag. Hápunktur þeirra verður gleðigangan á laugardag. Þá fögnum við því að fólk er svona, hinsegin og þannig, allskonar, þessháttar, einstakt og meiriháttar. Þá fögnum við líka viðhorfsbreytingu í samfélaginu og sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transgender fólks. Breytingarnar áttu sér ekki stað í gamla daga og þær komu ekki af sjálfu sér. Þvert á móti hafa þær verið að eiga sér stað á undanförnum mánuðum, misserum, árum og áratugum. Heiðurinn af breytingunum á að fara óskiptur til þess hugrakka og sterka fólks sem gegnum tíðina hefur verið það sjálft, talað upphátt, staðið á sínu og hvert með öðru. Fólkið sem þoldi mótlæti og óþverraskap í daglegu lífi, bæði frá ókunnugum og nákomnum, fyrir það eitt að vera það sjálft. Fólkið sem upplýsti og sannfærði samfélagið um mikilvægi sjálfsagðra mannréttinda. Um leið og við Íslendingar megum vera stolt og glöð yfir okkar fjölbreytta samfélagi verðum við að halda áfram. Við verðum að vinna í þeim úreltu viðhorfum sem enn fyrirfinnast í menningunni okkar. Við verðum að brjóta upp staðalmyndir um hefðbundin kynhlutverk, um áhugamál stelpna og stráka, um útlit, kynhegðun og allt hitt sem við ýmist eigum eða eigum ekki að tileinka okkur til að falla í hópinn. Hinsegin dagar eiga að vera okkur hvatning til að breyta alla hina daga ársins. Reykjavíkurborg getur lagt enn ríkari áherslu á að efla sjálfstæði og gagnrýna hugsun hjá börnum og unglingum, hún getur lagt ríkari áherslu á jöfn tækifæri sem vinnuveitandi og hún getur tryggt fordómalausa og góða þjónustu við alla borgarbúa. Þannig á það að vera og sem borgarfulltrúi heiti ég að beita mér fyrir því. Í stað þess að eltast við úr sér gengnar staðalmyndir um hvítar gagnkynhneigðar vísitölufjölskyldur sem hámark hamingjunnar skulum við gleðjast yfir fjölbreytileikanum. Takmarkið hlýtur að vera hamingja, sátt og samlyndi, að fólk megi vera eins og það vill og með þeim sem það vill – að það virði og skilji þarfir og mörk hvers annars og njóti þess að vera til.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar