Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Stígur Helgason skrifar 12. júlí 2013 08:45 Stefán Logi Sívarsson, skeljagrandabróðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú dæmds ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum, ekið með hann til Stokkseyrar, haldið honum þar föngnum í um sólarhring og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Að minnsta kosti tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Lögregla staðfestir að aðeins málið sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest hvort umfangsmikil leit lögreglunnar í Árnessýslu í gær tengdist mannránsmálinu. Hæstiréttur tekur ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist mannanna í dag.Hóf brotaferilinn ellefu áraStefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki, sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri bróður sínum. Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru handteknir fyrir að misþyrma manni á heimili sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað ofbeldisbrot fáum árum síðar. Hann er með fleiri dóma á bakinu og komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru um nauðgun, sem héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimm ára fangelsi fyrir. Stokkseyrarmálið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú dæmds ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum, ekið með hann til Stokkseyrar, haldið honum þar föngnum í um sólarhring og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Að minnsta kosti tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Lögregla staðfestir að aðeins málið sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest hvort umfangsmikil leit lögreglunnar í Árnessýslu í gær tengdist mannránsmálinu. Hæstiréttur tekur ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist mannanna í dag.Hóf brotaferilinn ellefu áraStefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki, sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri bróður sínum. Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru handteknir fyrir að misþyrma manni á heimili sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað ofbeldisbrot fáum árum síðar. Hann er með fleiri dóma á bakinu og komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru um nauðgun, sem héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimm ára fangelsi fyrir.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira