Sjúkraskrár lýtalækna ræddar hjá Landlækni Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 Verkefnastjóri hjá landlæknisembættinu segir lækna almennt skila sjúkraskrám til embættisins, en segir lýtalækna skera sig úr þeim hópi. afp/nordic photos Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira