Fullur og frábær Mark Stígur Helgason skrifar 1. júlí 2013 09:00 Mark E. Smith ráfaði stefnulaust um sviðið og flæktist í snúrum. Magnús Elvar Jónsson Tónlist. The Fall. All Tomorrow‘s Parties. Atlantic Studios. Goðsögnin Mark E. Smith hafði greinilega fengið sér aðeins neðan í því áður en hann steig á svið með hugarfóstri sínu, síðpönksveitinni The Fall, á föstudagskvöldið – raunar svo mikið að hann átti í stökustu erfiðleikum með að byrja tónleikana, hvað þá klára þá. Hann ráfaði stefnulaust um sviðið, flæktist í snúrum, fiktaði í hljóðfærum hinna meðlimanna og hálfa tónleikana sást hann ekki einu sinni – þá sat hann á bak við magnara, ýlfraði og umlaði á sinn frumstæða hátt í hljóðnemann og lét ekki sjá sig nema rétt þegar hann teygði sig í textablöðin. Þetta var með öðrum orðum algjört „mess“, en maður komst ekki hjá því að hugsa að einmitt þannig ætti þetta að vera. Gestir skiptust í tvo hópa eftir því hvort þeim þótti þetta frábært eða glatað, og þessi gagnrýnandi er í fyrrnefnda hópnum. Bandið var ógnarþétt og greinilega öllu vant, því að það lét ruglið í Smith ekki slá sig út af laginu, nema reyndar í lokin þegar hljómborðsleikarinn Elena Poulou hafði fengið sig fullsadda á honum og strunsaði af sviðinu. Allt í allt var þetta óvenjuleg en mögnuð upplifun og sérstaklega var það óvænt ánægja að heyra Sonics-klassíkina Strychnine í meðförum Smith og félaga. Niðurstaða: Óvenjuleg en mögnuð upplifun. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. The Fall. All Tomorrow‘s Parties. Atlantic Studios. Goðsögnin Mark E. Smith hafði greinilega fengið sér aðeins neðan í því áður en hann steig á svið með hugarfóstri sínu, síðpönksveitinni The Fall, á föstudagskvöldið – raunar svo mikið að hann átti í stökustu erfiðleikum með að byrja tónleikana, hvað þá klára þá. Hann ráfaði stefnulaust um sviðið, flæktist í snúrum, fiktaði í hljóðfærum hinna meðlimanna og hálfa tónleikana sást hann ekki einu sinni – þá sat hann á bak við magnara, ýlfraði og umlaði á sinn frumstæða hátt í hljóðnemann og lét ekki sjá sig nema rétt þegar hann teygði sig í textablöðin. Þetta var með öðrum orðum algjört „mess“, en maður komst ekki hjá því að hugsa að einmitt þannig ætti þetta að vera. Gestir skiptust í tvo hópa eftir því hvort þeim þótti þetta frábært eða glatað, og þessi gagnrýnandi er í fyrrnefnda hópnum. Bandið var ógnarþétt og greinilega öllu vant, því að það lét ruglið í Smith ekki slá sig út af laginu, nema reyndar í lokin þegar hljómborðsleikarinn Elena Poulou hafði fengið sig fullsadda á honum og strunsaði af sviðinu. Allt í allt var þetta óvenjuleg en mögnuð upplifun og sérstaklega var það óvænt ánægja að heyra Sonics-klassíkina Strychnine í meðförum Smith og félaga. Niðurstaða: Óvenjuleg en mögnuð upplifun.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira