Er barnið þitt gangandi tímasprengja? Guðni Ágústsson skrifar 28. júní 2013 06:00 Í stórmerkilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vekur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur athygli á miklu heilbrigðisvandamáli í samtíð okkar og sennilega risavöxnu í framtíðinni verði ekki brugðist við í tíma. Hann segir: „Sonur minn tólf ára þurfti í vetur að lesa 10 blaðsíður í bók áður en hann fékk að fara í tölvuna. Símar, sjónvarp og tölvur geta verið miklir tímaþjófar og alið á leti sem fer að verða landlæg. Við sjáum á rannsóknum að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig jafnlítið og áttræð gamalmenni. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá „afvötnunardeildir,“ eftir nokkur ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar á facebook, twitter, candy crush, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Fjöldi fólks er með frestunaráráttu, er alltaf alveg að fara að breyta til betri vegar en svo er sófinn bara svo rosalega þægilegur. Ég þekki fólk sem hefur aldrei tíma til að hreyfa sig en þekkir allar persónur í öllum sjónvarpsþáttum.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna talar maður sem hefur haft það verkefni að berjast gegn reykingum og óreglu með miklum árangri meðal barna og unglinga um leið og hann hefur skrifað metsölubækur. Það er myndarlegt framtak hjá Bónus og Hagkaup að styrkja fyrirlesarastarf Þorgríms þar sem hann hittir nemendur tíundabekkjar grunnskólanna og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þorgrímur segir ennfremur í viðtalinu: „Það segir sig sjálft að börn sem alast upp við erfiða neyslu foreldra, afskiftaleysi eða agaleysi eiga erfiðara með að fóta sig en önnur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Ég hygg að þessi vandi sé til staðar í hverri einustu fjölskyldu á Íslandi. Mig langaði bara að vekja athygli lesenda Fréttablaðsins á þessu viðtali við Þorgrím Þráinsson um leið og ég spyr er ekki rétt að spyrna við fæti? Hvernig er það hægt? Það verður ekki gert nema í samstarfi skólanna og heimilanna. Er það ekki rosalegt að börn sitji stóran hluta vökutímans á rassi sínum og leiki við tölvuna eins og hún sé eina viðræðuhæfa veran í veröldinni sem talandi sé við? Er það ásættanlegt að tvítugur einstaklingur hreyfi sig álíka mikið og áttrætt fólk? Hvernig verður sá tvítugi ef hann nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti eldri kynslóðarinnar með erfiðisvinnu að baki er það vel á sig kominn að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að hafa mikinn kostnað af þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta hreyfingarlausa fólk heilbrigðiskerfið upp úr fertugu eða fimmtugu um miðja þessa öld? Ég veit að sem betur fer eru undantekningarnar margar og ætla ekki að alhæfa, því væri gott að rannsaka vandamálið, finna út hversu stór hluti ungs fólks glímir við þetta vandamál. Eru það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama hversu talan er stór mun margt af þessu fólki fara á mis við eðlilegt líf verði ekkert gert. Tökum mark á varnaðarorðum Þorgríms Þráinssonar og gerum eitthvað strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í stórmerkilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vekur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur athygli á miklu heilbrigðisvandamáli í samtíð okkar og sennilega risavöxnu í framtíðinni verði ekki brugðist við í tíma. Hann segir: „Sonur minn tólf ára þurfti í vetur að lesa 10 blaðsíður í bók áður en hann fékk að fara í tölvuna. Símar, sjónvarp og tölvur geta verið miklir tímaþjófar og alið á leti sem fer að verða landlæg. Við sjáum á rannsóknum að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig jafnlítið og áttræð gamalmenni. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá „afvötnunardeildir,“ eftir nokkur ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar á facebook, twitter, candy crush, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Fjöldi fólks er með frestunaráráttu, er alltaf alveg að fara að breyta til betri vegar en svo er sófinn bara svo rosalega þægilegur. Ég þekki fólk sem hefur aldrei tíma til að hreyfa sig en þekkir allar persónur í öllum sjónvarpsþáttum.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna talar maður sem hefur haft það verkefni að berjast gegn reykingum og óreglu með miklum árangri meðal barna og unglinga um leið og hann hefur skrifað metsölubækur. Það er myndarlegt framtak hjá Bónus og Hagkaup að styrkja fyrirlesarastarf Þorgríms þar sem hann hittir nemendur tíundabekkjar grunnskólanna og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þorgrímur segir ennfremur í viðtalinu: „Það segir sig sjálft að börn sem alast upp við erfiða neyslu foreldra, afskiftaleysi eða agaleysi eiga erfiðara með að fóta sig en önnur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Ég hygg að þessi vandi sé til staðar í hverri einustu fjölskyldu á Íslandi. Mig langaði bara að vekja athygli lesenda Fréttablaðsins á þessu viðtali við Þorgrím Þráinsson um leið og ég spyr er ekki rétt að spyrna við fæti? Hvernig er það hægt? Það verður ekki gert nema í samstarfi skólanna og heimilanna. Er það ekki rosalegt að börn sitji stóran hluta vökutímans á rassi sínum og leiki við tölvuna eins og hún sé eina viðræðuhæfa veran í veröldinni sem talandi sé við? Er það ásættanlegt að tvítugur einstaklingur hreyfi sig álíka mikið og áttrætt fólk? Hvernig verður sá tvítugi ef hann nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti eldri kynslóðarinnar með erfiðisvinnu að baki er það vel á sig kominn að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að hafa mikinn kostnað af þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta hreyfingarlausa fólk heilbrigðiskerfið upp úr fertugu eða fimmtugu um miðja þessa öld? Ég veit að sem betur fer eru undantekningarnar margar og ætla ekki að alhæfa, því væri gott að rannsaka vandamálið, finna út hversu stór hluti ungs fólks glímir við þetta vandamál. Eru það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama hversu talan er stór mun margt af þessu fólki fara á mis við eðlilegt líf verði ekkert gert. Tökum mark á varnaðarorðum Þorgríms Þráinssonar og gerum eitthvað strax.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun