Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök Stígur Helgason skrifar 13. júní 2013 09:00 Sigurður viðurkenndi að hafa átt í sambandi við piltinn en neitaði að hafa notfært sér aðstöðumun og tælt hann með gjöfum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því. Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Aron Snorra Gunnarsson, 36 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti sem stóðu yfir reglulega í tvö ár. Sigurður Aron er dæmdur fyrir að hafa í sex skipti haft kynmök við piltinn, sem þá var á aldrinum 15 til 17 ára. Þrír vinir piltsins kærðu Sigurð Aron einnig fyrir kynferðislega áreitni í samkvæmum en þau mál voru látin niður falla. Pilturinn segist hafa kynnst Sigurði Aron á Facebook. Þeir hafi fljótlega tekið upp kynferðislegt samband og Sigurður Aron farið að bera á hann gjafir.Fram kemur í dómnum að Sigurður Aron hafi gefið piltinum áfengi og fíkniefni, tvo bíla, annan þeirra í jólagjöf, tvo síma, skó, föt og skartgripi. Þá hafi hann lagt inn á hann samtals yfir 300 þúsund krónur, boðið honum með sér til útlanda, lánað móður hans peninga og keypt mat fyrir fjölskyldu hans. Móðir piltsins segist hafa vitað af vinasambandi Sigurðar og sonar hennar en hún hafi ekki vitað að þeir ættu í kynferðislegu sambandi. Sigurður var á þessum tíma 32 til 34 ára gamall en sagði piltinum rangt til um aldur sinn. Hann taldi að Sigurður væri um 26 ára gamall þegar þeir kynntust. Sjálfur hefur Sigurður neitað því að gjafirnar hafi verið í skiptum fyrir kynferðislega greiða. „Ákærði hefur engar trúverðugar skýringar gefið á örlæti sínu við piltinn, sem aftur hefur borið að hann hafi litið svo á að gjafirnar tengdust kynferðislegum samskiptum þeirra,“ segir hins vegar í dómnum. Þar segir einnig að Sigurður Aron hafi brotið gróflega gegn piltinum „sem var á viðkvæmu aldurs- og þroskastigi þegar brotin voru framin“. Enn fremur segir í dómnum: „Mátti ákærða vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar háttsemi hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill piltsins. Þá sýndi ákærði af sér einbeittan brotavilja í samskiptum við piltinn.“ Hann þarf að greiða piltinum 1,2 milljónir í miskabætur.Margdæmdur afbrotamaður Sigurður Aron hefur á þrettán ára tímabili hlotið sex refsidóma. Nú síðast staðfesti Hæstiréttur 18 mánaða dóm yfir honum fyrir rán og fíkniefnalagabrot. Árið 2009 fékk hann dóm fyrir að brjóta gegn barni með því að sýna því klámefni og hafa uppi annars konar ósiðlega hegðun gagnvart því.
Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent