Innvols tíu kvenna Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. júní 2013 12:00 Fimm af tíu höfundum bókarinnar veittu Nýræktarstyrknum viðtöku. Frá vinstri: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó og Þórunn Þórhallsdóttir. Innvols, safn ljóða, sagna og jafnvel mynda, var eitt fjögurra bókverka sem hlutu Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum. Höfundarnir eru tíu ungar konur en í umsögn úthlutunarnefndar segir að textarnir bregði ljósi á hugarheim ungra kvenna og sýn þeirra á samfélagið í verki þar sem „fáguð ljóðræna og hvassyrt snerpa takast á“. Valdís Björt Guðmundsdóttir mannfræðingur er ein af höfundum Innvols. „Við erum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman. Við eigum það sameiginlegt að hafa verið að skrifa undanfarin ár en ekki stigið skrefið til fulls og gefið það út.“ Valdís Björt segir konurnar í hópnum koma úr ólíkum áttum. „Verkefnið vatt fljótt upp á sitt, ein benti á aðra og á tímabili voru fimmtán höfundar viðloðandi verkið en nokkrar hættu síðar við. En þarna kynntist ég fullt af stelpum og það er óhætt að segja að þetta sé fjölbreyttur hópur.“ Samvinnan gekk merkilega vel að sögn Valdísar. „Við höfðum búið okkur undir að það yrðu einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman. Það skýrist hugsanlega af því að við settum mjög fáar takmarkanir um efnistök, lengd eða fjölda texta. Sumar yrkja ljóð, aðrar örsögur og sumar skrifa fleiri texta en aðrar.“ Textarnir eru ekki merktir höfundum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Innvols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsamar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ Höfundar texta í bókinni eru: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó, Þórunn Þórhallsdóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Berþóra Einarsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir og Nanna Halldórsdóttir. Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Innvols, safn ljóða, sagna og jafnvel mynda, var eitt fjögurra bókverka sem hlutu Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta á dögunum. Höfundarnir eru tíu ungar konur en í umsögn úthlutunarnefndar segir að textarnir bregði ljósi á hugarheim ungra kvenna og sýn þeirra á samfélagið í verki þar sem „fáguð ljóðræna og hvassyrt snerpa takast á“. Valdís Björt Guðmundsdóttir mannfræðingur er ein af höfundum Innvols. „Við erum nokkrar stelpur sem tókum okkur saman. Við eigum það sameiginlegt að hafa verið að skrifa undanfarin ár en ekki stigið skrefið til fulls og gefið það út.“ Valdís Björt segir konurnar í hópnum koma úr ólíkum áttum. „Verkefnið vatt fljótt upp á sitt, ein benti á aðra og á tímabili voru fimmtán höfundar viðloðandi verkið en nokkrar hættu síðar við. En þarna kynntist ég fullt af stelpum og það er óhætt að segja að þetta sé fjölbreyttur hópur.“ Samvinnan gekk merkilega vel að sögn Valdísar. „Við höfðum búið okkur undir að það yrðu einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur en þetta hefur smollið mjög vel saman. Það skýrist hugsanlega af því að við settum mjög fáar takmarkanir um efnistök, lengd eða fjölda texta. Sumar yrkja ljóð, aðrar örsögur og sumar skrifa fleiri texta en aðrar.“ Textarnir eru ekki merktir höfundum sínum en aftast í bókinni er tekið fram hver skrifaði hvað. „Okkur langar að taka höfundinn og reyna að skilja hann frá efninu,“ segir Valdís Björt. „Búa til rými fyrir textann þannig að hann fái að njóta sín óháð því hver skrifaði hann.“ Nýræktarstyrkurinn nam 250 þúsund krónum en áður hafði Innvols fengið 300 þúsund króna styrk úr Hlaðvarpanum. „Við höfum verið mjög lánsamar. Handritið er nú komið í umbrot og bókin kemur vonandi út í ágúst sem hliðarspor á vegum útgáfunnar Útúrdúrs.“ Höfundar texta í bókinni eru: Selma Leifsdóttir, Katla Ísaksdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Maó, Þórunn Þórhallsdóttir, Hertha Richardt Úlfarsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Berþóra Einarsdóttir, Elín Ósk Gísladóttir og Nanna Halldórsdóttir.
Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira