Ósagðar sögur Vestmannaeyjagossins Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. maí 2013 08:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson undirbúa mynd um Vestmannaeyjagosið þar sem áður ósagðar sögur koma fram. Mynd/Óskar Pétur „Við höfum verið þessa hugmynd í kollinum lengi og erum fegin að geta loksins farið alla leið með þetta,“ segir fréttamaðurinn Sighvatur Jónsson sem, ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er að gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið. Sighvatur og Jóhanna Ýr eru gamlir skólafélagar frá Vestmannaeyjum en eiga það sameiginlegt að þau voru ekki fædd þegar gosið átti sér stað. Þau langaði til að taka saman áður ósagðar sögur sem tengjast gosinu og segja af nógu að taka. „Við erum kynslóðin sem upplifir ekki sjálft gosið heldur bara fylgist með eftirmálunum,“ segir Sighvatur sem hefur starfað í sjónvarpi síðustu tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir heimildarmynd í fullri lengd. Myndin ber vinnuheitið Útlendingur heima – uppgjör við eldgos og er vísun í þá tilfinningu sem margir íbúar Vestmannaeyja höfðu eftir gosið. „Mörgum leið eins og útlendingum í eigin landi eftir gos, bæði í Vestmannaeyjum og á fastalandinu,“ segir Sighvatur. Myndin er eins konar uppgjör við gosið þar sem einblínt er á áhrif þess á mannsálina. „Við tölum bæði við fólk sem flutti aftur heim eftir gos og svo þá sem gerðu það ekki. Fáum að vita ástæðuna á bak við þær ákvarðanir og tölum við þá sem voru börn á þeim tíma. Mikið púður fór í uppbyggingu bæjarfélagsins á tímunum eftir gos. Í ljósi umræðu um áfallahjálp í dag er áhugavert að skoða hvernig staðið var að þeim málum á þessum tímum.“ Myndin verður frumsýnd í Vestmannaeyjum í tengslum við Goslokahátíð og sýnd á RÚV í kjölfarið eða þann 7. júlí. Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Við höfum verið þessa hugmynd í kollinum lengi og erum fegin að geta loksins farið alla leið með þetta,“ segir fréttamaðurinn Sighvatur Jónsson sem, ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er að gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið. Sighvatur og Jóhanna Ýr eru gamlir skólafélagar frá Vestmannaeyjum en eiga það sameiginlegt að þau voru ekki fædd þegar gosið átti sér stað. Þau langaði til að taka saman áður ósagðar sögur sem tengjast gosinu og segja af nógu að taka. „Við erum kynslóðin sem upplifir ekki sjálft gosið heldur bara fylgist með eftirmálunum,“ segir Sighvatur sem hefur starfað í sjónvarpi síðustu tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir heimildarmynd í fullri lengd. Myndin ber vinnuheitið Útlendingur heima – uppgjör við eldgos og er vísun í þá tilfinningu sem margir íbúar Vestmannaeyja höfðu eftir gosið. „Mörgum leið eins og útlendingum í eigin landi eftir gos, bæði í Vestmannaeyjum og á fastalandinu,“ segir Sighvatur. Myndin er eins konar uppgjör við gosið þar sem einblínt er á áhrif þess á mannsálina. „Við tölum bæði við fólk sem flutti aftur heim eftir gos og svo þá sem gerðu það ekki. Fáum að vita ástæðuna á bak við þær ákvarðanir og tölum við þá sem voru börn á þeim tíma. Mikið púður fór í uppbyggingu bæjarfélagsins á tímunum eftir gos. Í ljósi umræðu um áfallahjálp í dag er áhugavert að skoða hvernig staðið var að þeim málum á þessum tímum.“ Myndin verður frumsýnd í Vestmannaeyjum í tengslum við Goslokahátíð og sýnd á RÚV í kjölfarið eða þann 7. júlí.
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira