Ósagðar sögur Vestmannaeyjagossins Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. maí 2013 08:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson undirbúa mynd um Vestmannaeyjagosið þar sem áður ósagðar sögur koma fram. Mynd/Óskar Pétur „Við höfum verið þessa hugmynd í kollinum lengi og erum fegin að geta loksins farið alla leið með þetta,“ segir fréttamaðurinn Sighvatur Jónsson sem, ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er að gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið. Sighvatur og Jóhanna Ýr eru gamlir skólafélagar frá Vestmannaeyjum en eiga það sameiginlegt að þau voru ekki fædd þegar gosið átti sér stað. Þau langaði til að taka saman áður ósagðar sögur sem tengjast gosinu og segja af nógu að taka. „Við erum kynslóðin sem upplifir ekki sjálft gosið heldur bara fylgist með eftirmálunum,“ segir Sighvatur sem hefur starfað í sjónvarpi síðustu tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir heimildarmynd í fullri lengd. Myndin ber vinnuheitið Útlendingur heima – uppgjör við eldgos og er vísun í þá tilfinningu sem margir íbúar Vestmannaeyja höfðu eftir gosið. „Mörgum leið eins og útlendingum í eigin landi eftir gos, bæði í Vestmannaeyjum og á fastalandinu,“ segir Sighvatur. Myndin er eins konar uppgjör við gosið þar sem einblínt er á áhrif þess á mannsálina. „Við tölum bæði við fólk sem flutti aftur heim eftir gos og svo þá sem gerðu það ekki. Fáum að vita ástæðuna á bak við þær ákvarðanir og tölum við þá sem voru börn á þeim tíma. Mikið púður fór í uppbyggingu bæjarfélagsins á tímunum eftir gos. Í ljósi umræðu um áfallahjálp í dag er áhugavert að skoða hvernig staðið var að þeim málum á þessum tímum.“ Myndin verður frumsýnd í Vestmannaeyjum í tengslum við Goslokahátíð og sýnd á RÚV í kjölfarið eða þann 7. júlí. Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
„Við höfum verið þessa hugmynd í kollinum lengi og erum fegin að geta loksins farið alla leið með þetta,“ segir fréttamaðurinn Sighvatur Jónsson sem, ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er að gera heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið. Sighvatur og Jóhanna Ýr eru gamlir skólafélagar frá Vestmannaeyjum en eiga það sameiginlegt að þau voru ekki fædd þegar gosið átti sér stað. Þau langaði til að taka saman áður ósagðar sögur sem tengjast gosinu og segja af nógu að taka. „Við erum kynslóðin sem upplifir ekki sjálft gosið heldur bara fylgist með eftirmálunum,“ segir Sighvatur sem hefur starfað í sjónvarpi síðustu tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir heimildarmynd í fullri lengd. Myndin ber vinnuheitið Útlendingur heima – uppgjör við eldgos og er vísun í þá tilfinningu sem margir íbúar Vestmannaeyja höfðu eftir gosið. „Mörgum leið eins og útlendingum í eigin landi eftir gos, bæði í Vestmannaeyjum og á fastalandinu,“ segir Sighvatur. Myndin er eins konar uppgjör við gosið þar sem einblínt er á áhrif þess á mannsálina. „Við tölum bæði við fólk sem flutti aftur heim eftir gos og svo þá sem gerðu það ekki. Fáum að vita ástæðuna á bak við þær ákvarðanir og tölum við þá sem voru börn á þeim tíma. Mikið púður fór í uppbyggingu bæjarfélagsins á tímunum eftir gos. Í ljósi umræðu um áfallahjálp í dag er áhugavert að skoða hvernig staðið var að þeim málum á þessum tímum.“ Myndin verður frumsýnd í Vestmannaeyjum í tengslum við Goslokahátíð og sýnd á RÚV í kjölfarið eða þann 7. júlí.
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira