Innlent

Gera upp notuð reiðhjól fyrir börn

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylktu liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum í gær og hleyptu söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu.
Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylktu liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum í gær og hleyptu söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu.
Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hófst fyrir helgi.

Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða síðan gerð upp, en þau eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól.

Sækja má um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Á Facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×