Jöfnunarþingmennirnir gætu reynst vera of fáir Brjánn Jónasson skrifar 26. apríl 2013 07:00 Jöfnunarþingmenn eru hugsaðir til að flokkar fái þingsæti í samræmi við fylgi þeirra á landsvísu, líkt og ef landið væri allt eitt kjördæmi. fréttablaðið/valli Erfitt gæti reynst að úthluta þingsætum í samræmi við fylgi flokkanna á landsvísu í kosningunum á laugardaginn vegna skorts á uppbótarþingmönnum. Það gæti leitt til þess að flokkur eða flokkar fái fleiri þingmenn en fylgi þeirra segir til um, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi prófessor. Þingsætunum 63 er úthlutað í tvennu lagi. Annars vegar eru 54 kjördæmakjörnir þingmenn, en hins vegar níu jöfnunarþingmenn. „Jöfnunarsætin eru hugsuð til þess að það náist pólitískur jöfnuður, að flokkarnir fái þingsæti í samræmi við landsfylgið,“ segir Þorkell. „Markmiðið var að flokkarnir fengju þingmenn eins og landið væri eitt kjördæmi.“ Hann segir að stjórnvöldum hafi oft verið bent á að níu jöfnunarþingmenn geti hæglega orðið of fáir til að ná því markmiði. Það getur til dæmis gerst þannig að flokkur fái fleiri kjördæmissæti en fylgi flokksins á landsvísu segir til um, vegna misjafns atkvæðavægis milli kjördæma og sterkrar stöðu þess flokks í landsbyggðarkjördæmunum. Þá gæti pólitískt misvægi orðið til komist margir flokkar yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nái þrjú framboð rétt yfir fimm prósenta fylgi en fengju engan kjördæmiskjörinn þingmann, geti þau fengið alla níu jöfnunarþingmennina. „Það var meðvitað hjá höfundum laganna árið 2000 að skortur á jöfnunarþingmönnum myndi fyrst og fremst bitna á stóru flokkunum,“ segir Þorkell. Þá leiði það til þess að ekki náist að jafna innbyrðis milli stóru flokkanna. Verði niðurstöður kosninga í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem fjallað er um á síðu 12, fær Framsóknarflokkurinn einum þingmanni meira en hann ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fengi einum færri en landsfylgið segir til um, segir Þorkell. Hann segir dæmi um mun meiri skekkju af þessum orsökum í niðurstöðum sumra annarra skoðanakannana fyrir þessar kosningar. Í sumum tilvikum hafi skort fimm til tíu jöfnunarþingmenn til að ná fullkominni jöfnun þingsæta miðað við kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórnlagaráði, segir tillögur ráðsins hafa tekið á þessum vanda, og miðað að því að tryggja fullan jöfnuð milli flokka. Kosningar 2013 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Erfitt gæti reynst að úthluta þingsætum í samræmi við fylgi flokkanna á landsvísu í kosningunum á laugardaginn vegna skorts á uppbótarþingmönnum. Það gæti leitt til þess að flokkur eða flokkar fái fleiri þingmenn en fylgi þeirra segir til um, segir Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi prófessor. Þingsætunum 63 er úthlutað í tvennu lagi. Annars vegar eru 54 kjördæmakjörnir þingmenn, en hins vegar níu jöfnunarþingmenn. „Jöfnunarsætin eru hugsuð til þess að það náist pólitískur jöfnuður, að flokkarnir fái þingsæti í samræmi við landsfylgið,“ segir Þorkell. „Markmiðið var að flokkarnir fengju þingmenn eins og landið væri eitt kjördæmi.“ Hann segir að stjórnvöldum hafi oft verið bent á að níu jöfnunarþingmenn geti hæglega orðið of fáir til að ná því markmiði. Það getur til dæmis gerst þannig að flokkur fái fleiri kjördæmissæti en fylgi flokksins á landsvísu segir til um, vegna misjafns atkvæðavægis milli kjördæma og sterkrar stöðu þess flokks í landsbyggðarkjördæmunum. Þá gæti pólitískt misvægi orðið til komist margir flokkar yfir fimm prósenta þröskuldinn. Nái þrjú framboð rétt yfir fimm prósenta fylgi en fengju engan kjördæmiskjörinn þingmann, geti þau fengið alla níu jöfnunarþingmennina. „Það var meðvitað hjá höfundum laganna árið 2000 að skortur á jöfnunarþingmönnum myndi fyrst og fremst bitna á stóru flokkunum,“ segir Þorkell. Þá leiði það til þess að ekki náist að jafna innbyrðis milli stóru flokkanna. Verði niðurstöður kosninga í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem fjallað er um á síðu 12, fær Framsóknarflokkurinn einum þingmanni meira en hann ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fengi einum færri en landsfylgið segir til um, segir Þorkell. Hann segir dæmi um mun meiri skekkju af þessum orsökum í niðurstöðum sumra annarra skoðanakannana fyrir þessar kosningar. Í sumum tilvikum hafi skort fimm til tíu jöfnunarþingmenn til að ná fullkominni jöfnun þingsæta miðað við kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórnlagaráði, segir tillögur ráðsins hafa tekið á þessum vanda, og miðað að því að tryggja fullan jöfnuð milli flokka.
Kosningar 2013 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira