Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Sunna Valgerðardóttir skrifar 22. apríl 2013 07:00 Helgi Hrafn, einn af kapteinum Pírata ræddi lengi við konu á laugardag sem vildi fá svör við erfiðum spurningum. Ekki var mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að kynna sér málefnin. Fréttablaðið/Daníel Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. „Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. Frambjóðendurnir seldu blöðrur og gáfu barmmerki og bæklinga. Tveir meðlimir flokksins sátu og föndruðu barmmerki og spjölluðu saman á ensku í hálfum hljóðum. Fjöldi bóka var einnig til sölu en fljótt á litið var ekki að finna eina einustu um tjáningarfrelsi, tölvur eða internetið. Hvorki Helgi né aðrir úr flokknum voru að bera sig mikið eftir söfnun atkvæða með útskýringum stefnumála eða barmmerkjum. Flestir sem hófu samtal við píratana virtust þekkja þá fyrir, að minnsta kosti var töluvert um kossa á kinnar og handabönd. Alvaran í baráttunni hófst er fullorðin kona gekk ákveðin upp að Helga og bað hann um að svara fjölda spurninga þar sem „hún var orðin leið á að láta stjórnmálaflokka ljúga að sér“. Spurningarnar litu að einkavæðingu, auðlindanýtingu, heilbrigðiskerfinu, virkjanamálum og fleiru. Eftir því sem spurningarnar urðu erfiðari og ítarlegri sást að það fóru að renna tvær grímur á Helga. „Hvað ætlarðu að gera við þetta?“ spyr Helgi konuna. „Þetta er bara fyrir mig,“ svaraði hún.“ Ætlarðu að gera eitthvað við svörin, gefa þau út eða birta þau? Því ef svo er vil ég helst ekki svara fleiri spurningum,“ bætti hann við. Konan virtist hafa náð að sannfæra oddvitann um að svara áfram því hann hélt áfram töluverða stund. Það tók að vísu tuttugu mínútur og hann missti eflaust af einum eða tveimur mögulegum kjósendum, en konan fékk svör við spurningum sínum. „Píratarnir eru fyrstir og svo ætla ég að gera þetta við alla flokka,“ segir hún. „Hann fór svolítið undan í sumum svörum, en öðrum svaraði hann vel.“ "Alls ekki íhaldið og alls ekki Framsókn“Ólafur Ingólfsson.Ólafur Ingólfsson þekkir svolítið til Pírata, einkum vegna þess að frænka hans starfar mikið með flokknum. „Hún er alveg á kafi í þessu,“ segir hann. „Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig varðandi kosningarnar en vegna fjölskyldunnar er þetta er besti möguleikinn.“ Ólafur hefur ekki mikla trú á að framboðskynningar sem þessar hafi nokkur einustu áhrif á kjósendur. Hann hafði kynnt sér stefnumál flokksins áður en hann kom í Kolaportið þennan dag. „Þessi stefna hentar mér bara vel, svo framarlega sem þetta er alls ekki íhaldið og alls ekki Framsókn,“ segir hann. Verður sextug og ákveðin á kosningadaginnJóna Lilja Pétursdóttir.„Ég ætla að halda upp á daginn með því að kjósa rétt en ég er samt ekki búin að ákveða mig,“ segir Jóna Lilja Pétursdóttir, starfsmaður í Kolaportinu. Jóna verður sextug á laugardaginn næstkomandi, kosningadaginn. Hún segir heimsóknir og áróðursbæklinga stjórnmálaflokka á svæðinu ekki hafa nokkur einustu áhrif á hana og hennar afstöðu. „Ég mun ákveða mig á afmælisdaginn. Þegar ég vakna um morguninn ætla ég að fara í sund og þar mun ég taka ákvörðunina. Þetta er það eina sem ég er búin að ákveða.“ Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. „Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. Frambjóðendurnir seldu blöðrur og gáfu barmmerki og bæklinga. Tveir meðlimir flokksins sátu og föndruðu barmmerki og spjölluðu saman á ensku í hálfum hljóðum. Fjöldi bóka var einnig til sölu en fljótt á litið var ekki að finna eina einustu um tjáningarfrelsi, tölvur eða internetið. Hvorki Helgi né aðrir úr flokknum voru að bera sig mikið eftir söfnun atkvæða með útskýringum stefnumála eða barmmerkjum. Flestir sem hófu samtal við píratana virtust þekkja þá fyrir, að minnsta kosti var töluvert um kossa á kinnar og handabönd. Alvaran í baráttunni hófst er fullorðin kona gekk ákveðin upp að Helga og bað hann um að svara fjölda spurninga þar sem „hún var orðin leið á að láta stjórnmálaflokka ljúga að sér“. Spurningarnar litu að einkavæðingu, auðlindanýtingu, heilbrigðiskerfinu, virkjanamálum og fleiru. Eftir því sem spurningarnar urðu erfiðari og ítarlegri sást að það fóru að renna tvær grímur á Helga. „Hvað ætlarðu að gera við þetta?“ spyr Helgi konuna. „Þetta er bara fyrir mig,“ svaraði hún.“ Ætlarðu að gera eitthvað við svörin, gefa þau út eða birta þau? Því ef svo er vil ég helst ekki svara fleiri spurningum,“ bætti hann við. Konan virtist hafa náð að sannfæra oddvitann um að svara áfram því hann hélt áfram töluverða stund. Það tók að vísu tuttugu mínútur og hann missti eflaust af einum eða tveimur mögulegum kjósendum, en konan fékk svör við spurningum sínum. „Píratarnir eru fyrstir og svo ætla ég að gera þetta við alla flokka,“ segir hún. „Hann fór svolítið undan í sumum svörum, en öðrum svaraði hann vel.“ "Alls ekki íhaldið og alls ekki Framsókn“Ólafur Ingólfsson.Ólafur Ingólfsson þekkir svolítið til Pírata, einkum vegna þess að frænka hans starfar mikið með flokknum. „Hún er alveg á kafi í þessu,“ segir hann. „Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig varðandi kosningarnar en vegna fjölskyldunnar er þetta er besti möguleikinn.“ Ólafur hefur ekki mikla trú á að framboðskynningar sem þessar hafi nokkur einustu áhrif á kjósendur. Hann hafði kynnt sér stefnumál flokksins áður en hann kom í Kolaportið þennan dag. „Þessi stefna hentar mér bara vel, svo framarlega sem þetta er alls ekki íhaldið og alls ekki Framsókn,“ segir hann. Verður sextug og ákveðin á kosningadaginnJóna Lilja Pétursdóttir.„Ég ætla að halda upp á daginn með því að kjósa rétt en ég er samt ekki búin að ákveða mig,“ segir Jóna Lilja Pétursdóttir, starfsmaður í Kolaportinu. Jóna verður sextug á laugardaginn næstkomandi, kosningadaginn. Hún segir heimsóknir og áróðursbæklinga stjórnmálaflokka á svæðinu ekki hafa nokkur einustu áhrif á hana og hennar afstöðu. „Ég mun ákveða mig á afmælisdaginn. Þegar ég vakna um morguninn ætla ég að fara í sund og þar mun ég taka ákvörðunina. Þetta er það eina sem ég er búin að ákveða.“
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00
Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00
Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00
"Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00