Fjallar um ást og dauða 14. apríl 2013 14:30 "Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu,“ segir Sigtryggur sem er hér við Dillonshús ásamt sambýliskonu sinni og aðalleikkonu verksins, Svandísi Dóru. Mynd/Stefán „Ég er að fjalla um heillandi viðfangsefni, ástina og dauðann og það er, held ég, meiri fegurð í þessu verki en þeim sem ég hef gert áður,“ segir Sigtryggur Magnason leikskáld um nýjasta verk sitt, Nú er himneska sumarið komið. Umfjöllunarefnið er ást langömmu hans og langafa sem náði út yfir gröf og dauða. Hún lést úr berklum 28 ára að aldri en nokkru eftir andlát hennar byrjaði hönd hans að hreyfast og skrifa, þar sem hann sat við borð og fyrstu orðin voru ástarorð til hans að handan. „Þetta er svo stór saga í eðli sínu að ég vissi ekki hvernig ég ætti að finna henni farveg. Sumir mundu segja: Þetta er kvikmynd. Aðrir: Þetta er skáldsaga – en flestar mínar hugmyndir leita í leikhús. Það tók mig hins vegar talsverðan tíma að fjarlægja mig sögunni og búa til listaverk úr henni,“ segir Sigtryggur. Hann ólst upp í húsi langafa síns og langömmu í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu og því er hann ánægður með að fá að sýna leikritið í Dillonshúsi sem tilheyri gömlum tíma. „Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu. Í því er ung kona sem flýr erfiðleikana í sínu ástalífi í þá kyrrstöðu sem ríkir hjá afa hennar. Hann hefur einangrað sig og hún ekki hitt hann í tuttugu og tvö ár.“ Þetta er fimmta leikverk Sigtryggs og hann hefur áður sýnt á óhefðbundnum stöðum, til dæmis heima hjá sér og á strippklúbbi. „Það sem er gaman við að sýna á skrítnum stöðum er að þá fær maður svo hugrakka áhorfendur,“ segir hann. „Það er jú visst öryggi í því að setjast í sitt númeraða sæti í leikhúsi en þegar fólk er í svona mikilli nálægð við leikarana er það ekki bara að taka inn verkið sjálft heldur miklu meira og mörk leiks og veruleika verða óljós.“ Hann reiknar með að um þrjátíu áhorfendur rúmist í stofunni í Dillonshúsi og hlær þegar því er slegið fram að þá standi sýningar í nokkur ár. „Það fer eftir hvernig gengur. Við stefnum á sex sýningar núna á einni viku.“ Leikstjóri verksins er Una Þorleifsdóttir og með hlutverkin fara Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Dóra Einarsdóttir, sambýliskona Sigtryggs. Búningar eru eftir Agnieszku Baranowsku og höfundurinn ber lof á allt þetta fólk. Nú er himneska sumarið komið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í sýningu. Miðapantanir eru á himneska@gmail.com og nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu sýningarinnar. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég er að fjalla um heillandi viðfangsefni, ástina og dauðann og það er, held ég, meiri fegurð í þessu verki en þeim sem ég hef gert áður,“ segir Sigtryggur Magnason leikskáld um nýjasta verk sitt, Nú er himneska sumarið komið. Umfjöllunarefnið er ást langömmu hans og langafa sem náði út yfir gröf og dauða. Hún lést úr berklum 28 ára að aldri en nokkru eftir andlát hennar byrjaði hönd hans að hreyfast og skrifa, þar sem hann sat við borð og fyrstu orðin voru ástarorð til hans að handan. „Þetta er svo stór saga í eðli sínu að ég vissi ekki hvernig ég ætti að finna henni farveg. Sumir mundu segja: Þetta er kvikmynd. Aðrir: Þetta er skáldsaga – en flestar mínar hugmyndir leita í leikhús. Það tók mig hins vegar talsverðan tíma að fjarlægja mig sögunni og búa til listaverk úr henni,“ segir Sigtryggur. Hann ólst upp í húsi langafa síns og langömmu í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu og því er hann ánægður með að fá að sýna leikritið í Dillonshúsi sem tilheyri gömlum tíma. „Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu. Í því er ung kona sem flýr erfiðleikana í sínu ástalífi í þá kyrrstöðu sem ríkir hjá afa hennar. Hann hefur einangrað sig og hún ekki hitt hann í tuttugu og tvö ár.“ Þetta er fimmta leikverk Sigtryggs og hann hefur áður sýnt á óhefðbundnum stöðum, til dæmis heima hjá sér og á strippklúbbi. „Það sem er gaman við að sýna á skrítnum stöðum er að þá fær maður svo hugrakka áhorfendur,“ segir hann. „Það er jú visst öryggi í því að setjast í sitt númeraða sæti í leikhúsi en þegar fólk er í svona mikilli nálægð við leikarana er það ekki bara að taka inn verkið sjálft heldur miklu meira og mörk leiks og veruleika verða óljós.“ Hann reiknar með að um þrjátíu áhorfendur rúmist í stofunni í Dillonshúsi og hlær þegar því er slegið fram að þá standi sýningar í nokkur ár. „Það fer eftir hvernig gengur. Við stefnum á sex sýningar núna á einni viku.“ Leikstjóri verksins er Una Þorleifsdóttir og með hlutverkin fara Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Dóra Einarsdóttir, sambýliskona Sigtryggs. Búningar eru eftir Agnieszku Baranowsku og höfundurinn ber lof á allt þetta fólk. Nú er himneska sumarið komið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í sýningu. Miðapantanir eru á himneska@gmail.com og nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu sýningarinnar.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira