Tiger eða Dustin vinna Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 16:30 Ólafur Björn Loftsson í góðu stuði á Nesinu. Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn á von á spennandi Masters-móti í ár. Hann hefur mikla trú á kylfingum á borð við Charl Schwartzel, Keegan Bradley, Lee Westwood, Matt Kuchar, Brandt Snedker og Steve Stricker. „Þetta á eftir að verða mjög spennandi mót. Westwood er talinn vera besti kylfingur heims sem ekki hefur unnið risamót enda hefur hann sjö sinnum lent í þremur efstu sætunum í risamóti án þess að sigra. Ég held að hann verði í baráttunni í ár ef pútterinn verður í lagi. Keegan Bradley, Matt Kuchar og Brandt Snedker eru einnig líklegir. Ég hef mikla trú á Steve Stricker,“ segir Ólafur. „Ég myndi aldrei veðja gegn Rory McIlroy eða Phil Mickelson sem eru alltaf líklegir en mér finnst engin spurning um hver er besti kylfingur heims um þessar mundir. Tiger Woods er langsigurstranglegastur að mínu mati. Hann hefur sigrað þrisvar í ár og það er ekki annað hægt en að spá honum 15. risatitlinum á Masters í ár.“Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson er gríðarlega spenntur fyrir Masters-mótinu í ár og reiknar með því að fylgjast með öllum fjórum keppnisdögunum. Heimir er líka hinn fínasti kylfingur og hefur verið duglegur að þræða golfmót í vetur og hita upp fyrir golfsumarið sem er handan við hornið. Hann þarf ekki langan umhugsunarfrest til að spá fyrir um sigurvegara. „Ég spái Dustin Johnson sigri – ekki spurning,“ segir Heimir. „Ég hef mikla trú á Johnson í ár. Þetta er gríðarlegur íþróttamaður og hefur allt til þess að ná mjög langt í íþróttinni. Hann hefur mikla högglengd, er ungur og mjög fær kylfingur. Ég veðja á hann.“ Heimir telur að mótið í ár eigi eftir að verða spennandi. „Já, ég reikna með því. Það spá allir Tiger Woods sigri í mótinu og það kæmi mér ekkert á óvart. Tiger verður án efa meðal efstu manna. Svo eru kylfingar líkt og Rory McIlroy, Brandt Snedeker og Phil Mickelson sem gætu allir unnið þetta mót. Masters-mótið er ásamt Opna breska það mót sem maður lætur ekki fram hjá sér fara.“ Bein útsending frá Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld. Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn á von á spennandi Masters-móti í ár. Hann hefur mikla trú á kylfingum á borð við Charl Schwartzel, Keegan Bradley, Lee Westwood, Matt Kuchar, Brandt Snedker og Steve Stricker. „Þetta á eftir að verða mjög spennandi mót. Westwood er talinn vera besti kylfingur heims sem ekki hefur unnið risamót enda hefur hann sjö sinnum lent í þremur efstu sætunum í risamóti án þess að sigra. Ég held að hann verði í baráttunni í ár ef pútterinn verður í lagi. Keegan Bradley, Matt Kuchar og Brandt Snedker eru einnig líklegir. Ég hef mikla trú á Steve Stricker,“ segir Ólafur. „Ég myndi aldrei veðja gegn Rory McIlroy eða Phil Mickelson sem eru alltaf líklegir en mér finnst engin spurning um hver er besti kylfingur heims um þessar mundir. Tiger Woods er langsigurstranglegastur að mínu mati. Hann hefur sigrað þrisvar í ár og það er ekki annað hægt en að spá honum 15. risatitlinum á Masters í ár.“Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson er gríðarlega spenntur fyrir Masters-mótinu í ár og reiknar með því að fylgjast með öllum fjórum keppnisdögunum. Heimir er líka hinn fínasti kylfingur og hefur verið duglegur að þræða golfmót í vetur og hita upp fyrir golfsumarið sem er handan við hornið. Hann þarf ekki langan umhugsunarfrest til að spá fyrir um sigurvegara. „Ég spái Dustin Johnson sigri – ekki spurning,“ segir Heimir. „Ég hef mikla trú á Johnson í ár. Þetta er gríðarlegur íþróttamaður og hefur allt til þess að ná mjög langt í íþróttinni. Hann hefur mikla högglengd, er ungur og mjög fær kylfingur. Ég veðja á hann.“ Heimir telur að mótið í ár eigi eftir að verða spennandi. „Já, ég reikna með því. Það spá allir Tiger Woods sigri í mótinu og það kæmi mér ekkert á óvart. Tiger verður án efa meðal efstu manna. Svo eru kylfingar líkt og Rory McIlroy, Brandt Snedeker og Phil Mickelson sem gætu allir unnið þetta mót. Masters-mótið er ásamt Opna breska það mót sem maður lætur ekki fram hjá sér fara.“ Bein útsending frá Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld.
Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30