14 ára undrabarn leikur á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 10:30 Tianlang Guan tekur þátt í Mastersmótinu í ár og setur með því nýtt met. Nordicphotos/Getty Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Tianlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamannameistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins. Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu. Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá Kína. Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu. Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flestir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum. „Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters fyrir þremur árum. „Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu. Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver árangur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögubókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú varst 14 ára?Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með. Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Tianlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamannameistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins. Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu. Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá Kína. Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu. Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flestir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum. „Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters fyrir þremur árum. „Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu. Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver árangur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögubókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú varst 14 ára?Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með.
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00