Kórdrengir réttvísinnar Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar