Innlent

"Bréfberar“ keyptu bréf fyrir tugi milljarða

Þórður Snær Júlíusson skrifar
Vildarviðskiptavinir Kaupþings banka eru taldir hafa tekið þátt í markaðsmisnotkun með því að kaupa bréf í bankanum. Fréttablaðið/GVA
Vildarviðskiptavinir Kaupþings banka eru taldir hafa tekið þátt í markaðsmisnotkun með því að kaupa bréf í bankanum. Fréttablaðið/GVA
Kaupin sem sérstakur saksóknari hefur ákært fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu gegn stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka, sem segir frá á forsíðu blaðsins, gengu þannig fyrir sig að eigin viðskipti Kaupþings, þ.e. deild innan bankans, keyptu laus hlutabréf.

Þegar bankinn var farinn að eiga of mikið í sjálfum sér, en bankar máttu ekki fara yfir tíu prósenta hlut, seldi hann bréfin í gegnum verðbréfamiðlun sína. Þetta gerðist í flestum tilvikum í utanþingsviðskiptum til vildarviðskiptavina, svokallaðra „bréfbera", sem keyptu bréfin með lánsfé frá bankanum. Oftast voru engin veð fyrir þessum lánum og því bar Kaupþing alla áhættuna. Einnig er ákært fyrir umboðssvik vegna þessara lána.

Á meðal þeirra félaga sem grunuð eru um að hafa verið í hlutverki bréfbera, og eru tilgreind í ákæru sérstaks saksóknara, eru Holt Investment Group, í eigu Skúla Þorvaldssonar, og Desulo Trading Ltd, í eigu Egils Ágústssonar. Bæði félög höfðu keypt hlutabréf í Kaupþingi fyrir tugi milljarða króna með lánum frá bankanum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×