Fótbolti

Tekst Arsenal að snúa taflinu við í München?

Podolski þarf að spila vel á sínum gamla heimavelli í kvöld.nordicphotos/getty
Podolski þarf að spila vel á sínum gamla heimavelli í kvöld.nordicphotos/getty
Arsenal á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Þá sækir liðið Bayern München heim í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þarf að vinna upp 3-1 tap frá því í fyrri viðureign liðanna.

Óvinnandi verkefni segja flestir en leikmenn Arsenal hafa þó ekki lagt árar í bát fyrir fram. Það er svo ekki að auðvelda þeim verkefnið að Jack Wilshere getur ekki spilað vegna meiðsla.

„Þetta er hægt en þá þurfa allir leikmenn liðsins að hafa 100 prósenta trú á verkefninu og leggja sig fram eftir því. Hlutirnir falla oft með manni í fótbolta þegar hugarfarið er rétt," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Stemningin er að við getum spilað frjálslega. Byrjað leikinn með látum. Við þurfum að gera þá skelkaða og það er aðeins hægt með því að sækja grimmt. Það er vel hægt án þess að vera óskipulagðir. Við þurfum að vera jákvæðir og einnig skarpir í okkar leik. Hann klárast ekki á fyrsta hálftímanum. Við erum vel undirbúnir og munum leggja allt í sölurnar."

Malaga og Porto mætast einnig í kvöld en Porto leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Portúgal. Leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.45 og verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×