Forkastanlegt Þórður Snær Júlíusson skrifar 4. mars 2013 06:00 Staða Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er með ólíkindum. Þeir sem til þekkja eru sammála um að viðskiptalíkan hans gangi ekki upp, að pólitískar ákvarðanir sem teknar voru í tengslum við starfsemi hans á síðasta áratug hafi verið galnar, að eignasafnið sé líkast til stórlega ofmetið og að með hverjum deginum sem líður án aðgerða muni kostnaður skattgreiðenda vegna sjóðsins aukast. Það er ekki við núverandi stjórnendur ÍLS að sakast. Þeir eru að takast á við vandamál sem búin voru til í fortíðinni af lélegum stjórnmálamönnum. Til að draga þá til ábyrgðar var sett á fót rannsóknarnefnd um ÍLS í september 2010. Hún átti að skila af sér síðasta sumar. Í síðustu viku sagði Fréttablaðið frá því að nefndin myndi ekki þó ljúka vinnu sinni fyrr en í apríllok. Skýrsla hennar mun því ekki birtast fyrr en í fyrsta lagi í maí, eftir kosningarnar 27. apríl. Það er hentugt fyrir þá stjórnmálaflokka sem bera ábyrgð á stöðu ÍLS, en forkastanlegt gagnvart kjósendum sem fá þá ekki tækifæri til að hafa niðurstöðuna til hliðsjónar í kjörklefanum. Kostnaður skattgreiðenda vegna ÍLS er nefnilega þegar orðinn gríðarlegur og verður líklega enn meiri. Í tveimur skömmtum er sitjandi ríkisstjórn búin að dæla 46 milljörðum króna inn í sjóðinn og flestir sérfræðingar eru sammála um að mun meira muni þurfa til. Þeir allra svartsýnustu tala um allt að 200 milljarða króna til viðbótar. ÍLS hefur ekki uppfyllt eiginfjármarkmið sitt, sem er fimm prósent, frá því um mitt ár 2008. Vandi hans eykst á hverjum degi, þar sem sjóðurinn má ekki nota fé sem hann fær vegna uppgreiddra lána til að borga niður verðtryggðu skuldabréfin sem hann gaf út til að fjármagna lánin. Árið 2012 lánaði ÍLS til að mynda út 15 milljarða en uppgreidd lán hjá sjóðnum námu 18 milljörðum. Þessi tilhneiging hefur haldið áfram á þessu ári. Í febrúar lækkaði Moody"s lánshæfismat sjóðsins svo niður í ruslflokk, vegna þess að eignasafn hans er talið veikara en áður hafði verið af látið. Skömmu seinna lét seðlabankastjóri hafa eftir sér að viðskiptalíkan ÍLS gengi ekki upp. Stjórnendur og stjórn hans tóku undir það og sögðu raunar að þeir hefðu „ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína". Samt hefur ekkert verið gert nema að setja nokkra tugi milljarða króna inn í sjóðinn. Það er eins og að gefa sjúklingi í hjartastoppi íbúfen og vona að hann taki við sér. Það sem ríkisstjórnin hefur gert vegna þessa vanda, fyrir utan að henda skattfé í hítina, er eftirfarandi: haustið 2011 var skipaður „vinnuhópur um framtíðarhlutverk" ÍLS. Hann lauk störfum í fyrra og í kjölfar var ráðist í lagabreytingar sem tóku ekkert á kjarnavanda hans. Það er bersýnilegt því að í síðustu viku var birt frétt á heimasíðu sjóðsins sem bar fyrirsögnina „Engar ákvarðanir um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs?. Þá var skipaður starfshópur fyrr á þessu ári sem hefur það hlutverk að greina „framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs". Hann á að skila áfangaskýrslu fyrir lok marsmánaðar en ekki liggur fyrir hvenær lokaútgáfa á að koma út. Það kæmi líklega engum á óvart ef það drægist fram yfir kosningar. Sem yrði forkastanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Staða Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er með ólíkindum. Þeir sem til þekkja eru sammála um að viðskiptalíkan hans gangi ekki upp, að pólitískar ákvarðanir sem teknar voru í tengslum við starfsemi hans á síðasta áratug hafi verið galnar, að eignasafnið sé líkast til stórlega ofmetið og að með hverjum deginum sem líður án aðgerða muni kostnaður skattgreiðenda vegna sjóðsins aukast. Það er ekki við núverandi stjórnendur ÍLS að sakast. Þeir eru að takast á við vandamál sem búin voru til í fortíðinni af lélegum stjórnmálamönnum. Til að draga þá til ábyrgðar var sett á fót rannsóknarnefnd um ÍLS í september 2010. Hún átti að skila af sér síðasta sumar. Í síðustu viku sagði Fréttablaðið frá því að nefndin myndi ekki þó ljúka vinnu sinni fyrr en í apríllok. Skýrsla hennar mun því ekki birtast fyrr en í fyrsta lagi í maí, eftir kosningarnar 27. apríl. Það er hentugt fyrir þá stjórnmálaflokka sem bera ábyrgð á stöðu ÍLS, en forkastanlegt gagnvart kjósendum sem fá þá ekki tækifæri til að hafa niðurstöðuna til hliðsjónar í kjörklefanum. Kostnaður skattgreiðenda vegna ÍLS er nefnilega þegar orðinn gríðarlegur og verður líklega enn meiri. Í tveimur skömmtum er sitjandi ríkisstjórn búin að dæla 46 milljörðum króna inn í sjóðinn og flestir sérfræðingar eru sammála um að mun meira muni þurfa til. Þeir allra svartsýnustu tala um allt að 200 milljarða króna til viðbótar. ÍLS hefur ekki uppfyllt eiginfjármarkmið sitt, sem er fimm prósent, frá því um mitt ár 2008. Vandi hans eykst á hverjum degi, þar sem sjóðurinn má ekki nota fé sem hann fær vegna uppgreiddra lána til að borga niður verðtryggðu skuldabréfin sem hann gaf út til að fjármagna lánin. Árið 2012 lánaði ÍLS til að mynda út 15 milljarða en uppgreidd lán hjá sjóðnum námu 18 milljörðum. Þessi tilhneiging hefur haldið áfram á þessu ári. Í febrúar lækkaði Moody"s lánshæfismat sjóðsins svo niður í ruslflokk, vegna þess að eignasafn hans er talið veikara en áður hafði verið af látið. Skömmu seinna lét seðlabankastjóri hafa eftir sér að viðskiptalíkan ÍLS gengi ekki upp. Stjórnendur og stjórn hans tóku undir það og sögðu raunar að þeir hefðu „ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína". Samt hefur ekkert verið gert nema að setja nokkra tugi milljarða króna inn í sjóðinn. Það er eins og að gefa sjúklingi í hjartastoppi íbúfen og vona að hann taki við sér. Það sem ríkisstjórnin hefur gert vegna þessa vanda, fyrir utan að henda skattfé í hítina, er eftirfarandi: haustið 2011 var skipaður „vinnuhópur um framtíðarhlutverk" ÍLS. Hann lauk störfum í fyrra og í kjölfar var ráðist í lagabreytingar sem tóku ekkert á kjarnavanda hans. Það er bersýnilegt því að í síðustu viku var birt frétt á heimasíðu sjóðsins sem bar fyrirsögnina „Engar ákvarðanir um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs?. Þá var skipaður starfshópur fyrr á þessu ári sem hefur það hlutverk að greina „framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs". Hann á að skila áfangaskýrslu fyrir lok marsmánaðar en ekki liggur fyrir hvenær lokaútgáfa á að koma út. Það kæmi líklega engum á óvart ef það drægist fram yfir kosningar. Sem yrði forkastanlegt.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun