Tónlist

Enn bætist við Keflavíkur-listann

Tinna Rós Steinsdóttir skrifar
„Þeir eiga lög með Justin Bieber, Snoop Dogg og Bruno Mars, hafa spilað útum allt og toppað fjölmarga lista," segir Óli Geir um hip-hop kvartettinn Far East Movement, eða FM, sem spilar á Keflavík Music Festival 5. til 9.júní.

Sveitin hefur til að mynda hitað upp fyrir Lady Gaga og meðal þeirra vinsælustu laga má nefna Live your life, Turn Up The Love og Like A G6. Nýjasta lag þeirra, Get Up, hefur svo fengið góðar viðtökur og er í mikilli spilun hérlendis. Lög FM hafa líka heyrst á skjánnum, til dæmis í myndinni Get Him To The Greek og þáttunum CSI Miami og Gossip Girl.

FM er þriðja erlenda atriðið sem tilkynnt er um á hátíðina en áður hefur verið sagt frá DMX og Tinie Tempah. „Þessi þrjú hip-hop atriði eru bara byrjunin og við eigum nóg af atriðum inni sem koma úr öllum tónlistaráttum," segir Óli Geir. Meðal íslenskra listamanna sem búið er að staðfesta eru Steed Lord, Valdimar og Bubbi Morthens en miðasala er á keflavikmusicfestival.com og stöðvum N1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.