Menning

Bíómynd um Bruce Lee er í smíðum

Bruce Lee er frægasti kung fu-meistari sögunnar.
Bruce Lee er frægasti kung fu-meistari sögunnar.
Handritshöfundarnir Christopher Wilkinson og Stephen Rivele eru byrjaðir að undirbúa mynd um kung fu-meistarann Bruce Lee. Áður hafa Wilkinson og Rivele meðal annars skrifað handrit að myndum um Richard Nixon og Muhammad Ali, auk þess sem þeir eru með puttana í væntanlegri kvikmynd um líf Queen-söngvarans Freddie Mercury, og eru því engir nýgræðingar í þessum bransa.

Samkvæmt Hollywood Reporter er ætlunin að láta handritið snúast um einvígi sem Lee háði við annan kung fu-meistara, Wong Jack Man, í San Francisco á sjöunda áratug síðustu aldar og uppgang Lees í kjölfarið.

Árið 1993 var myndin Dragon: The Bruce Lee Story gerð um ævi Bruce Lee, en þar fór Jason Scott Lee með hlutverk slagsmálagarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.