Óvenjufalleg fermingartíska í ár 14. febrúar 2013 06:00 Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Mynd/Bragi Þór Jósefsson Verslunin Cosmo hefur staðið framarlega í sölu á fermingarfatnaði síðustu ár og áratugi en þar er að finna falleg föt á fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur. „Ég hef selt fermingarfatnað í 26 ár og nú eru þær sem ég afgreiddi fyrst um sinn farnar að koma með sínar dætur. Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Hún segir tískuna sjaldan hafa verið jafn skemmtilega og í ár. „Það er mikið um blúndukjóla. Flestir eru stuttir og ermalausir en margar taka ermar við. Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og smart,“ segir Lilja. Hún segir tískuna afar látlausa og sýnist henni það sama eiga við um hárið. „Það hefur átt það til að vera mjög krullað og svolítið yfirdrifið en nú heyrist mér það eiga að vera slétt og einfalt.“ Lilja hefur stundum hannað eigin fermingarlínur og eins keypt hugmyndir annarra en í ár er úrvalið innflutt. Fatnaðurinn er frá Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir kremhvíta litinn ráðandi í bland við ferskju- og appelsínulit og hvetur allar fermingarstúlkur til að koma og líta á úrvalið. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Verslunin Cosmo hefur staðið framarlega í sölu á fermingarfatnaði síðustu ár og áratugi en þar er að finna falleg föt á fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur. „Ég hef selt fermingarfatnað í 26 ár og nú eru þær sem ég afgreiddi fyrst um sinn farnar að koma með sínar dætur. Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Hún segir tískuna sjaldan hafa verið jafn skemmtilega og í ár. „Það er mikið um blúndukjóla. Flestir eru stuttir og ermalausir en margar taka ermar við. Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og smart,“ segir Lilja. Hún segir tískuna afar látlausa og sýnist henni það sama eiga við um hárið. „Það hefur átt það til að vera mjög krullað og svolítið yfirdrifið en nú heyrist mér það eiga að vera slétt og einfalt.“ Lilja hefur stundum hannað eigin fermingarlínur og eins keypt hugmyndir annarra en í ár er úrvalið innflutt. Fatnaðurinn er frá Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir kremhvíta litinn ráðandi í bland við ferskju- og appelsínulit og hvetur allar fermingarstúlkur til að koma og líta á úrvalið.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira