Blúndur og púður í lokuðum heimi Elísabet Brekkan skrifar 14. febrúar 2013 11:00 Ragnheiður, Árni Pétur og Sveinn Ólafur í hlutverkum sínum í Segðu mér satt. Leikhús. Segðu mér satt. Höfundur: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason. Leikfélagið Geirfugl í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Á fimmtudagskvöld var frumsýning á nýju verki eftir Hávar Sigurjónsson í Kúlunni. Þetta er samvinnuverkefni leikfélagsins Geirfugls og Þjóðleikhússins. Þegar komið er inn í leikhúsið birtist leikhúsið í verkinu, sem er baksviðs, eða í einhvers konar búningsherbergi leikhúss, sem maður gæti ímyndað sér að ætti eitthvað skylt við Molière. Hjónin Karl og Sigrún deila með sér þessari vistarveru og eins og í hásæti fyrir miðju hangir sonur þeirra í hjólastól; dressaður upp í hnébuxur og blúnduskyrtu með rauða kinnalitsdíla í andliti. Í fyrstu á maður kannski von á því að hann sé einhvers konar brúða en það breytist nú fljótt því hlutverk hans verður eins og öxull verksins. Hjónin eru í upphafi verks komin í læsta stöðu í sínum samskiptum. Hann er greinilega ekki með nein hlutverk þó hann spígspori um í rykföllnu höfuðsmannsdressi og það er svo sem ekki heldur víst að hún sé í neinum hlutverkum, þótt hún skipti um dívukjóla á tuttugu sekúndna fresti. Hávar bregður hér upp mynd af fjölskyldu þar sem hlutverkin riðlast heldur betur. Barnið er miðaldra og yfirgefur aldrei foreldrana. Móðirin misbýður barni sínu og faðirinn breytist í konu. Það var aldrei dauður punktur í sýningunni þó svo að hinar sífelldu endurtekningar verði svolítið tuggulegar. Litir og lýsingar, búningar og tónar voru mjög skemmtileg þó það hefði alveg verið óhætt að gefa reykvélinni frí, því fnykurinn af reyknum varð til þess eins að áreita áhorfendur og hafði ekkert gildi fyrir listaverkið sem heild. Hins vegar var brugðið á það ráð að lýsa með grænum blæ þegar vitfirringin er að ná yfirhöndinni undir lokin. Það var mjög smart, ógnvekjandi eins og talandi þöglumynd og ekki laust við að manni þætti sjálf Baby Jane í meðförum Bette Davis vera komin í þeim dáratryllingi sem Ragnheiður Steindórsdóttir sýndi í lokin. Leikstjórinn Heiðar Sumarliðason beitir mjög voguðum leikstíl, sem er í senn pirrandi og heillandi. Það er víst óhætt að segja að Árni Pétur Guðjónsson kitlaði hláturstaugar áhorfenda í túlkun sinni á hinum lúpulega Karli. Sveinn Ólafur Gunnarsson átti einnig góða spretti í hlutverki hins fatlaða manns sem um leið var eins og algert dekurbarn. Ragnheiður kom mjög vel til skila þeirri geislandi geggjun sem stigmagnaðist hjá leikkonunni Sigrúnu. Hávar velur leikarafjölskyldu sem læsist inni í sinni eigin ranghugmynd um forna frægð. Þetta öngstræti sem þessi fjölskylda lendir í er svo sem yfirfæranleg á aðrar stéttir, en hér í stílfærðum og ýktum leikstíl er verið að metast um sýnileikann. Annars er það orðinn hálfgerður kækur á íslensku leiksviði að skreyta verkin með tryllingslegum samfara- eða nauðgunarsenum. Það bætir litlu við verkið í þessu tilfelli. Segðu mér satt heitir verkið sem er ágætis titill á leikriti sem byggir á vef lyga en innihaldið hefði mátt vera umfangsmeira. Niðurstaða: Fjörug sýning um öngstræti samskipta en vantaði kjöt á beinin. Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús. Segðu mér satt. Höfundur: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason. Leikfélagið Geirfugl í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Á fimmtudagskvöld var frumsýning á nýju verki eftir Hávar Sigurjónsson í Kúlunni. Þetta er samvinnuverkefni leikfélagsins Geirfugls og Þjóðleikhússins. Þegar komið er inn í leikhúsið birtist leikhúsið í verkinu, sem er baksviðs, eða í einhvers konar búningsherbergi leikhúss, sem maður gæti ímyndað sér að ætti eitthvað skylt við Molière. Hjónin Karl og Sigrún deila með sér þessari vistarveru og eins og í hásæti fyrir miðju hangir sonur þeirra í hjólastól; dressaður upp í hnébuxur og blúnduskyrtu með rauða kinnalitsdíla í andliti. Í fyrstu á maður kannski von á því að hann sé einhvers konar brúða en það breytist nú fljótt því hlutverk hans verður eins og öxull verksins. Hjónin eru í upphafi verks komin í læsta stöðu í sínum samskiptum. Hann er greinilega ekki með nein hlutverk þó hann spígspori um í rykföllnu höfuðsmannsdressi og það er svo sem ekki heldur víst að hún sé í neinum hlutverkum, þótt hún skipti um dívukjóla á tuttugu sekúndna fresti. Hávar bregður hér upp mynd af fjölskyldu þar sem hlutverkin riðlast heldur betur. Barnið er miðaldra og yfirgefur aldrei foreldrana. Móðirin misbýður barni sínu og faðirinn breytist í konu. Það var aldrei dauður punktur í sýningunni þó svo að hinar sífelldu endurtekningar verði svolítið tuggulegar. Litir og lýsingar, búningar og tónar voru mjög skemmtileg þó það hefði alveg verið óhætt að gefa reykvélinni frí, því fnykurinn af reyknum varð til þess eins að áreita áhorfendur og hafði ekkert gildi fyrir listaverkið sem heild. Hins vegar var brugðið á það ráð að lýsa með grænum blæ þegar vitfirringin er að ná yfirhöndinni undir lokin. Það var mjög smart, ógnvekjandi eins og talandi þöglumynd og ekki laust við að manni þætti sjálf Baby Jane í meðförum Bette Davis vera komin í þeim dáratryllingi sem Ragnheiður Steindórsdóttir sýndi í lokin. Leikstjórinn Heiðar Sumarliðason beitir mjög voguðum leikstíl, sem er í senn pirrandi og heillandi. Það er víst óhætt að segja að Árni Pétur Guðjónsson kitlaði hláturstaugar áhorfenda í túlkun sinni á hinum lúpulega Karli. Sveinn Ólafur Gunnarsson átti einnig góða spretti í hlutverki hins fatlaða manns sem um leið var eins og algert dekurbarn. Ragnheiður kom mjög vel til skila þeirri geislandi geggjun sem stigmagnaðist hjá leikkonunni Sigrúnu. Hávar velur leikarafjölskyldu sem læsist inni í sinni eigin ranghugmynd um forna frægð. Þetta öngstræti sem þessi fjölskylda lendir í er svo sem yfirfæranleg á aðrar stéttir, en hér í stílfærðum og ýktum leikstíl er verið að metast um sýnileikann. Annars er það orðinn hálfgerður kækur á íslensku leiksviði að skreyta verkin með tryllingslegum samfara- eða nauðgunarsenum. Það bætir litlu við verkið í þessu tilfelli. Segðu mér satt heitir verkið sem er ágætis titill á leikriti sem byggir á vef lyga en innihaldið hefði mátt vera umfangsmeira. Niðurstaða: Fjörug sýning um öngstræti samskipta en vantaði kjöt á beinin.
Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira