Hægir á öldrun húðarinnar 1. febrúar 2013 06:00 Cyrille Telinge, einn eiganda Novexpert, er staddur hér á landi til að kynna vörurnar. Hann er hér ásamt Ólafíu Magnúsdóttur, eiganda Óm Snyrtivara. Mynd/Stefán Fjórir vísindamenn standa að baki Novexpert og hefur hver um sig þróað sína vörulínu. Neytendur eru því meðvitaðir um hvaða vísindamaður þróaði þá vöru sem þeir nota. Þetta eru líffræðingar og efnafræðingar sem hafa rannsakað innihaldsefni í snyrtivörum í fjölmörg ár og meðal annars unnið fyrir snyrtivörurisa á borð við Kanebo, Dior og Shiseido. Eftir að hafa þróað formúlur fyrir fjölda snyrtivörumerkja ákváðu þeir í samstarfi við Cyrille Telenge að sameina krafta sína og þróa sína eigin línu undir nafninu Novexpert. "Oftast eru það markaðs- og peningaöflin sem ráða því hvaða snyrtivörur eru framleiddar en hjá Novexpert eru það vísindamennirnir sem ráða för,“ segir Telinge sem er staddur hér á landi til að kynna vörurnar. En hvernig er komist hjá notkun rotvarnarefna? "Bakteríur þurfa að komast í snertingu við vatn til að rotnunarferlið hefjist en við höfum fundið aðferð til að beisla vatnið. Þetta er gert með skaðlausum íblöndunarefnum sem mynda filmu utan um vatnsdropana og gera það að verkum að bakteríurnar komast ekki í snertingu við þá. Þannig endast vörurnar jafn lengi og vörur með rotvarnarefnum,“ upplýsir Telinge og heldur áfram: "Við drepum ekki bakteríurnar með skaðlegum efnum heldur deyja þær af sjálfu sér vegna þess að þær komast ekki í snertingu við vatn. Þar sem línan er án rotvarnarefna drepum við ekki heldur æskilegar bakteríur á húðinni þegar kremin eru borin á og því er engin hætta á ofnæmisviðbrögðum.“ Kremin ganga djúpt inn í húðina og byggja hana upp innan frá. Hún hægir á öldrunarferli húðarinnar og dregur sjáanlega úr hrukkum og baugum á skömmum tíma. Henni tilheyra meðal annars andlitskrem, serum, maski og augnkrem. "Við höfum boðið læknum á kynningarfundi og hafa þeir lýst ánægju sinni með þessar vörur, enda hefur notkun á rotvarnarefnum og öðrum aukaefnum í snyrtivörum bent til aukinna ofnæmistilfella. Rannsóknir hafa leitt í ljós að parabenefni geta verið varhugaverð og finnast þau oft í talsverðu magni í líkamanum. Menn fagna því framförum á þessu sviði,“ segir Ólafía Magnúsdóttir, eigandi Óm Snyrtivara ehf. sem sér um innflutning og dreifingu línunnar. Línan fór nýlega í dreifingu og fæst í öllum verslunum Lyfju sem og öðrum apótekum. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Fjórir vísindamenn standa að baki Novexpert og hefur hver um sig þróað sína vörulínu. Neytendur eru því meðvitaðir um hvaða vísindamaður þróaði þá vöru sem þeir nota. Þetta eru líffræðingar og efnafræðingar sem hafa rannsakað innihaldsefni í snyrtivörum í fjölmörg ár og meðal annars unnið fyrir snyrtivörurisa á borð við Kanebo, Dior og Shiseido. Eftir að hafa þróað formúlur fyrir fjölda snyrtivörumerkja ákváðu þeir í samstarfi við Cyrille Telenge að sameina krafta sína og þróa sína eigin línu undir nafninu Novexpert. "Oftast eru það markaðs- og peningaöflin sem ráða því hvaða snyrtivörur eru framleiddar en hjá Novexpert eru það vísindamennirnir sem ráða för,“ segir Telinge sem er staddur hér á landi til að kynna vörurnar. En hvernig er komist hjá notkun rotvarnarefna? "Bakteríur þurfa að komast í snertingu við vatn til að rotnunarferlið hefjist en við höfum fundið aðferð til að beisla vatnið. Þetta er gert með skaðlausum íblöndunarefnum sem mynda filmu utan um vatnsdropana og gera það að verkum að bakteríurnar komast ekki í snertingu við þá. Þannig endast vörurnar jafn lengi og vörur með rotvarnarefnum,“ upplýsir Telinge og heldur áfram: "Við drepum ekki bakteríurnar með skaðlegum efnum heldur deyja þær af sjálfu sér vegna þess að þær komast ekki í snertingu við vatn. Þar sem línan er án rotvarnarefna drepum við ekki heldur æskilegar bakteríur á húðinni þegar kremin eru borin á og því er engin hætta á ofnæmisviðbrögðum.“ Kremin ganga djúpt inn í húðina og byggja hana upp innan frá. Hún hægir á öldrunarferli húðarinnar og dregur sjáanlega úr hrukkum og baugum á skömmum tíma. Henni tilheyra meðal annars andlitskrem, serum, maski og augnkrem. "Við höfum boðið læknum á kynningarfundi og hafa þeir lýst ánægju sinni með þessar vörur, enda hefur notkun á rotvarnarefnum og öðrum aukaefnum í snyrtivörum bent til aukinna ofnæmistilfella. Rannsóknir hafa leitt í ljós að parabenefni geta verið varhugaverð og finnast þau oft í talsverðu magni í líkamanum. Menn fagna því framförum á þessu sviði,“ segir Ólafía Magnúsdóttir, eigandi Óm Snyrtivara ehf. sem sér um innflutning og dreifingu línunnar. Línan fór nýlega í dreifingu og fæst í öllum verslunum Lyfju sem og öðrum apótekum.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira