XL er saga alkóhólískrar þjóðar Freyr Bjarnason skrifar 18. janúar 2013 15:00 Kvikmyndin XL verður frumsýnd í kvöld. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Marteinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. "Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþolandi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur," segir leikstjórinn. "Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðarsyni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd." Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðnir eigi að geta notið hennar. "Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svolítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur," segir hann og hlær. "Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjákonur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðalplottinu." Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. "Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt samfélag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hrokafullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig." Tekin upp á aðeins nítján dögumMaría Birta og Ólafur Darri í hlutverkum sínum í XL.Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. "Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. "Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og "kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“ Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Kvikmyndin XL verður frumsýnd í kvöld. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Marteinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. "Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþolandi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur," segir leikstjórinn. "Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðarsyni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd." Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðnir eigi að geta notið hennar. "Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svolítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur," segir hann og hlær. "Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjákonur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðalplottinu." Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. "Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt samfélag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hrokafullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig." Tekin upp á aðeins nítján dögumMaría Birta og Ólafur Darri í hlutverkum sínum í XL.Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. "Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. "Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og "kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira