Sykursætt sambland af poppi og pönki Trausti Júlíusson skrifar 11. janúar 2013 06:00 Gull og vitleysa með Dýrðinni. Tónlist. Dýrðin. Gull og vitleysa. Eigin útgáfa Hljómsveitin Dýrðin hefur verið starfandi síðan 1994 en Gull og vitleysa er önnur plata hennar. Sú fyrri, sem bar nafn sveitarinnar, kom út fyrir sex árum. Dýrðin spilar sykursætt og melódískt pönkpopp. Hljómsveitin Blondie kemur strax upp í hugann þegar maður hlustar á Gull og vitleysu. Söngrödd Hafdísar Dýrðarsöngkonu er ekki ósvipuð Debbie Harry og lögin eru mörg einföld keyrslurokklög með grípandi viðlögum, eins og hjá Blondie. Það eru ellefu lög á plötunni, öll eftir meðlimi Dýrðarinnar, nema lagið Snowman Song sem var upphaflega í flutningi bandarísku hljómsveitarinnar The Icicles, en Dýrðin hefur spilað með þeirri ágætu sveit vestanhafs. Þó að Blondie hafi fyrst komið upp í hugann þegar ég hlustaði á Gull og vitleysu þá eru lögin mis-Blondie-leg. Spiderweb er algjört Blondie-lag og Rockstar og Lúser eru líka í þeim anda, en í sumum laganna er önnur stemning. Lagið Pacman minnir mig t.d. mjög mikið á hljómsveitina Unun. Dýrðin er þétt og gott band. Þar munar ekki minnst um trommuleikarann, Þórarinn Kristjánsson, sem á árum áður lamdi húðir fyrir hljómsveitirnar Vonbrigði og Risaeðluna. Trommuleikur Tóta gerir mikið fyrir tónlistina. Hann fer a kostum en aðrir standa sig líka vel og gera fína hluti. Textarnir, sem eru ýmist á íslensku eða ensku, hæfa tónlistinni vel. Þeir eru léttir og skemmtilegir, en smá út á ská líka. Nafn plötunnar og laganöfn eins og Geimbleyja, Ísbirnublús og Pacman segja sitt. Gull og vitleysa er fín plata. Dýrðin fer ekki ótroðnar slóðir en hún er samt búin að búa sér til sinn eigin skika á rokkakrinum og býður upp á skemmtilega blöndu af poppi og pönki. Mín uppáhaldslög eru Eins og þú, Goldfish, Pacman og Geimbleyja. Niðurstaða: Sykursætt og melódískt pönkpopp frá skemmtilegri sveit. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Dýrðin. Gull og vitleysa. Eigin útgáfa Hljómsveitin Dýrðin hefur verið starfandi síðan 1994 en Gull og vitleysa er önnur plata hennar. Sú fyrri, sem bar nafn sveitarinnar, kom út fyrir sex árum. Dýrðin spilar sykursætt og melódískt pönkpopp. Hljómsveitin Blondie kemur strax upp í hugann þegar maður hlustar á Gull og vitleysu. Söngrödd Hafdísar Dýrðarsöngkonu er ekki ósvipuð Debbie Harry og lögin eru mörg einföld keyrslurokklög með grípandi viðlögum, eins og hjá Blondie. Það eru ellefu lög á plötunni, öll eftir meðlimi Dýrðarinnar, nema lagið Snowman Song sem var upphaflega í flutningi bandarísku hljómsveitarinnar The Icicles, en Dýrðin hefur spilað með þeirri ágætu sveit vestanhafs. Þó að Blondie hafi fyrst komið upp í hugann þegar ég hlustaði á Gull og vitleysu þá eru lögin mis-Blondie-leg. Spiderweb er algjört Blondie-lag og Rockstar og Lúser eru líka í þeim anda, en í sumum laganna er önnur stemning. Lagið Pacman minnir mig t.d. mjög mikið á hljómsveitina Unun. Dýrðin er þétt og gott band. Þar munar ekki minnst um trommuleikarann, Þórarinn Kristjánsson, sem á árum áður lamdi húðir fyrir hljómsveitirnar Vonbrigði og Risaeðluna. Trommuleikur Tóta gerir mikið fyrir tónlistina. Hann fer a kostum en aðrir standa sig líka vel og gera fína hluti. Textarnir, sem eru ýmist á íslensku eða ensku, hæfa tónlistinni vel. Þeir eru léttir og skemmtilegir, en smá út á ská líka. Nafn plötunnar og laganöfn eins og Geimbleyja, Ísbirnublús og Pacman segja sitt. Gull og vitleysa er fín plata. Dýrðin fer ekki ótroðnar slóðir en hún er samt búin að búa sér til sinn eigin skika á rokkakrinum og býður upp á skemmtilega blöndu af poppi og pönki. Mín uppáhaldslög eru Eins og þú, Goldfish, Pacman og Geimbleyja. Niðurstaða: Sykursætt og melódískt pönkpopp frá skemmtilegri sveit.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira