Íslenski boltinn

Soffía búin að ná samkomulagi við Jitex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitli Stjörnunnar í haust.
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitli Stjörnunnar í haust. Mynd/Daníel
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, er á leiðinni í atvinnumennsku en hún er tilkynnt sem nýr leikmaður sænska liðsins Jitex á heimasíðu félagsins.

Soffía er 25 ára gömul og spilar oftast sem vinstri bakvörður en hefur einnig leyst stöðu kantmanns og miðjumanns með Stjörnunni undanfarin ár.

Soffía æfði með Jitex í desembermánuði en hún er á leiðinni út í mastersnám í verkfræði í Gautaborg.

Soffía hefur sjálf náð samkomulagi við Jitex en félagið á eftir að ganga frá samkomulagi við Stjörnuna þar sem Soffía var samningsbundin Garðabæjarfélaginu.

Jitex BK endaði í tíunda sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili en félagið er komið með nýjan þjálfara og Soffía er ein af mörgum nýjum leikmönnum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×