Fótbolti

Sluppu við refsingu vegna Mandela-skilaboða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eboue (t.v.) og Drogba í leikslok.
Eboue (t.v.) og Drogba í leikslok. Nordicphotos/AFP
Didier Drogba og Emmanuel Eboue sýndu Nelson Mandela heitnum virðingu sína með skilaboðum á bolum sínum um helgina.

Félagarnir léku með Galatasaray í deildinni á föstudagskvöldið og fóru úr leikmannatreyjunum í leikslok. Á undirbolunum mátti sjá skilaboð til heiðurs Mandela.

Eboue og Drogba höfðu ekki beðið um leyfi frá knattspyrnuyfirvöldum í Tyrklandi vegna skilaboðanna. Þess þarf séu skilaboðin af pólitískum meiði.

Aganefnd tyrkneska knattspyrnusambandsins ákvað á fundi sínum í dag að hvorugur leikmannanna myndi sæta refsingu í formi leikbanns eða sektar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×