Fótbolti

Barcelona með auglýsingu innan á treyjunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Barcelona
Forráðamenn Barcelona eru óhræddir við að fara nýja leiðir til að setja auglýsingar á treyjuna sína, eins og sást á nýlegum samningi sem var gerður við örgjörvaframleiðandann Intel.

Auglýsing Intel er innan á búningnum eins og sést á meðfylgjandi mynd og sést því aðeins þegar að leikmenn lyfta treyjunni upp.

Leikmönnum verður þó ekki skylt að bretta upp á búninginn, að sögn forráðamanna Intel. „En við vitum hins vegar að mörgum leikmönnum þykir gaman að lyfta treyjunni alla leið up fyrir haus," sagði markaðsstjórinn Deborah Conrad hjá Intel.

Lengi val var Barcelona ekki með neina auglýsingu á búningi sínum en það breyttist árið 2006. Qatar Airways er nú aðalstyrktaraðili Barcelona og borgar minnst 32 milljónir evra árlega fyrir auglýsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×