Fótbolti

Barcelona, hvert fóru peningarnir fyrir Neymar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Mynd/NordicPhotos/Getty
Spænskur dómstóll ætlar að þvinga forráðamenn Barcelona til gera grein fyrir því hvert peningarnir fóru sem félagið borgaði fyrir Brasilíumanninn Neymar í sumar.

Barcelona keypti Neymar á 47,9 milljónir punda frá brasilíska félaginu Santos en Santos fékk þó bara 14,2 milljónir punda í sinn hlut.

Meirihluti upphæðarinnar var greiddur til þriðja aðila sem hefur fengið að fara huldu höfði þar til núna.

Einn af hluthöfum Barcelona var ekki sáttur að fá ekki að vita hvert peningarnir fóru og er hann nú kominn með málið fyrir spænska dómstóla.

„Það er engin grundvöllur fyrir þessari kæru. Ég er rólegur yfir þessu," sagði  Sandro Rosell, forseti Barcelona.

Neymar hefur spilað vel fyrir Barcelona ekki síst að undanförnu enda búinn að skora sex mörk í síðustu þremur leikjum sínum. Neymar  er alls með ellefu mörk og tólf stoðsendingar í 23 leikjum með Barcelona í öllum keppnum á leiktíðinni.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×