Fótbolti

Atlético betra en Barcelona og Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa er búinn að vera öflugur í vetur.
Diego Costa er búinn að vera öflugur í vetur. Mynd/NordicPhotos/Getty
Atlético Madrid ætlar að blanda sér í hina hefðbundnu baráttu Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og gefur ekkert eftir hvort sem er í deild eða Evrópukeppni.

Atlético Madrid hefur fengið fleiri stig en risaklúbbarnir þegar árangur úr spænsku deildinni og meistaradeildinni hefur verið lagður saman en þetta kemur fram í samantekt hjá Marca í dag.

Barcelona er búið að tapa síðustu tveimur leikjum sínum á móti Athletic Bilbao (Spánn) og Ajax (Meistaradeildin) og það gaf Atlético tækifæri til að komast upp fyrir þá í heildarstigatöflunni.

Atlético Madrid er með jafnmörg stig (40) og Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar en Börsungar eru í toppsætinu þökk sé betri markatölu. Real Madrid er þremur stigum á eftir toppliðunum.

Liðsmenn Atlético Madrid hafa síðan náð í 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni sem þýðir að lærisveinar Diego Simone hafa alls 53 stig af 60 mögulegum í spænsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.

Barcelona og Real Madrid hafa bæði 50 stig en öll liðin þrjú hafa tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Besti árangur spænsku liðanna 2013-14:

1. Atlético Madrid 53 stig (40 stig í deild - 13 stig í Meistaradeild)

2. Barcelona 50 stig (40 stig í deild - 10 stig í Meistaradeild)

3. Real Madrid 50 stig (37 stig í deild - 13 stig í Meistaradeild)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×