Fótbolti

Elmar eftirsóttur í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Randers
Danska blaðið BT greinir frá því í dag að þrjú hollensk lið hafi augastað á Theódóri Elmari Bjarnasyni, leikmanni Randers í dönsku úrvalsdeildinni.

Opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin en danska deildin fer í tveggja mánaða vetrarfrí í næstu viku.

Groningen, Utrecht og NEJ Nijmegen eru öll sögð hafa áhuga á Elmari sem hefur staðið sig vel með Randers. Áður hafa ensku B-deildarliðin Ipswich og Brighton sýnt kappanum áhuga.

Randers er sem stendur í níunda sæti dönsku deildarinnar með 20 stig. Liðið mætir Esbjerg í fallbaráttuslag á sunnudaginn.

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er nú á mála hjá Nejmegen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×