Fótbolti

Ragnar og Olof Mellberg góðir saman í vörninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með FC Kaupmannahöfn þegar liðið vann 1-0 heimasigur á FC Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK.

Marvin Pourie átti draumainnkomu í lið FCK en hann skoraði sigurmarkið aðeins tuttugu sekúndum eftir að hann kom inná sem varamaður. Pourie skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu Pierre Bengtsson.

FCK hefur brunað upp töfluna eftir slaka byrjun og þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð og áttundi leikurinn (sex sigrar) í röð án þess að tapa. FCK tapaði fyrstu þremur leikjum sínum og vann ekki fyrr en í sjöunda leik.

Eftir frábært gengi að undanförnu eru liðið nú komið upp í annað sætið í deildinni en FCK er þremur stigum á eftir toppliði Midtjylland sem á reyndar leik til góða.

Ragnar og Svíinn Olof Mellberg voru öflugir saman í miðri vörn FCK en liðið hélt marki sínu hreinu í fyrsta sinn í fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×