Fótbolti

Lykilmenn ekki með Ajax í Meistaradeildinni á miðvikudaginn | Kolbeinn gæti verið með

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Siem de Jong meiddist í leik með hollenska landsliðinu.
Siem de Jong meiddist í leik með hollenska landsliðinu. mynd/nordic photos/getty
Lerin Duarte og fyrirliðinn Siem de Jong verða ekki með Ajax þegar liðið sækir AC Milan heim í síðustu umferð riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á miðvikudaginn. Leikurinn er úrslitaleikur um sæti í 16 liða úrslitum.

Duarte og De Jong eru meiddir og voru ekki með Ajax þegar liðið lagði NAC Breda 4-0 í hollensku deildinni í gær.

Frank de Boer staðfesti eftir leikinn í gær að leikmennirnir myndu missa af leiknum mikilvæga á San Siro auk þess sem Daninn ungi Nicolai Boilesen er einnig meiddur.

Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á ný eftir meiðslin sem hann varð fyrir á Laugardalsvelli í nóvember og gæti komið inn í hópinn.

Ajax hefur komið nokkuð á óvart í H-riðli Meistaradeildarinnar og er stigi á eftir Milan en ekkert annað en sigur dugir Ajax til að komast áfram í fyrsta sinn frá því tímabilið 2005-2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×