Fótbolti

Jón Páll þjálfar í norsku úrvalsdeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Samningurinn við Jón Pál handsalaður í gær.
Samningurinn við Jón Pál handsalaður í gær. Mynd/Heimasíða Klepp
Hafnfirðingurinn Jón Páll Pálmason var í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs Klepp í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Jón Páll, sem er 31 árs, hefur þjálfaði Fylki í efstu deild kvenna og Hött í 2. deild karla hér á landi auk þess að vera reynslumikill þjálfari úr yngri flokkum. Hann er með BS-gráðu í íþróttafræði ásamt UEFA A þjálfararéttindum.

Á heimasíðu Klepp kemur fram að Jón sé vel innstilltur á starfið og sýn hans á knattspyrnu fari vel saman við þá sem heimamenn séu vanir. Forráðamenn Klepp horfa björtum augum fram á veginn og vonast til að fá meira út úr hæfileikaríkum leikmannahópi félagsins.

Liðið hafnaði í 10. sæti í tólf liða deild á síðustu leiktíð og bjargaði sér ekki frá falli fyrr en með sigri í síðustu umferðinni. Markvörður liðsins er kanadískur auk þess sem tveir Finnar spila með liðinu. Aðrir leikmenn liðsins eru norskir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×