Innlent

Forsvarskona lánsveðshópsins: „Jákvæð aðgerð fyrir mig“

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og forsvarskona lánsveðshópsins keypti sér íbúð árið 2005 með lánsveði. Eigið fé Evu var í kringum 3 milljónir og veðið notað til að brúa bil til lánsins.

Eva fékk því ekki leiðréttan mismun þrátt fyrir að hafa verið veðsett yfir 110% sökum lánsveðsins. Lán Evu hækkaði um 6 milljónir á milli ára. Sjálf hefur hún endurfjármagnað lánið sitt og skipt um íbúð.

„Mín fyrstu viðbrögð eru að þetta eru jákvæðar aðgerðir. Ég hef verið hikandi hvort svona almenn aðgerð væri endilega málið. Ég hef alltaf lagt áherslu á að ef það yrði farið í svona almenna aðgerð að þá yrði sett þak þannig að þeir sem skuldi mest hagnist ekki mest. Þeir eru draga frá leiðréttingar sem þegar hafa orðið sem ég tel sanngjarnt,“ segir Eva.

„Ég veit hins vegar ekki hvernig verður farið með endurfjármögnun íbúðalána og þá sem hafa misst húsnæði sitt, það kom ekki fram í kynningunni. En svona heilt á litið er þetta jákvæð aðgerð fyrir mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×